Er KK til í að borga sand sem er ekki á dagskrá hjá þeim???????
Rosalega ertu að misskilja allt Anton. Hvernig ferðu eiginlega að þessu.
Kvartmíluklúbburinn er alveg til í að vera með sandspyrnu, það er ekki málið.
Hinsvegar þá hefur ekki fengist mannskapur til að sjá um eða vinna á sandspyrnu.
Þetta er líka svolítið á höndunum á félagsmönnum en ekki bara stjórn.
Það er heljarinnar undirbúningur fyrir svona sandspyrnu.
Það þarf að tala við landeigendur og semja um leigu, tala við lögreglustjóra viðkomandi sveitarfélags fá leyfi og borga keppnisgjald, tala við bæjarskrifstofu viðkomandi sveitarfélags og fá leyfi, fara með gögn á milli lögreglu og bæjarskrifstofu, leigja veghefil eða sambærilegt tæki, fá kamra á leigu koma öllum tækjakosti á milli staða, fá starfsfólk, setja upp sjoppu og svo mætti lengi telja.
Ef þú vilt þá geturðu fundið góða staðsetningu fyrir sandspyrnu, gott verð í leigu fyrir afnot og látið stjórn KK vita.
Svo ef af verður þá ertu velkominn í staff. Þú þarft ekki að vera greiddur félagsmaður til að vera í staffi.