Kvartmílan > Chrysler

Challenger

(1/4) > >>

Þröstur:
Sælir

Ég átti þennan '73 Challenger 1981. Hann var með 318 og 2.76 drif þannig að hann var frekar latur af stað en ósköp þægilegur á ferðinni og sá valla á honum, sem sagt mjög fínn Chrysler.
Það væri gaman að vita hvar hann er niður komin í dag, hef heyrt af svona bíl, hvítum á Egilsstöðum, spurning hvort
það er þessi.

Kveðja
Þröstur



Moli:
Sæll Þröstur,

Ég á skrá yfir alla Challenger bíla sem eru, og hafa verið á skrá sl. 20 ár eða svo, afskráðir eða ekki, þar er einn '72-'73 Challenger á Austurlandi (Eskifirði minnir mig) sem er nýlega skráður aftur, og skal ég reyna að grafa í gömul gögn og komast að því hvort að þetta sé þinn eða ekki.  8-)

kv. Maggi

Chevy_Rat:
Ég man eftir einum svona Challenger.. 8-) á Neskaupstað þegar ég var unglingur,Sá bíll var gilltur eða gulur á litinn með gilltum glimmer flögum og svo vel glæraður yfir allt saman!,Man samt ekki eftir neinum svona hvítum bíl hér fyrir Austan og þá allra síst á Eskifirði enda hefur alltaf verið mjög lítið um Ameríska bíla þar í gegnum tíðina en þó einhverjir samt!,En einn eigenda gillta/gula Challanger-ins sem var á Neskaupstað heitir Edgar Sólheim,En ég ætla mér ekki samt ekki að fullyrða að við séum að ræða um sama bílinn!.

Gudni_J:
þetta veit ég fyrir víst um hvítan challenger á austurlandi:
Það var keyptur á Eskifjörð challanger fyrir 10 til 15 árum og var hann sprautaður hvítur(veit ekki hvernig hann var áður) svo fluttu foreldrar stráksins til egilsstaða og bíllinn stendur þar inni í skúr. þennan bíl hef ég aldrei séð á ferðinni í öll þessi ár.

GRG:
Það er hvítur Challenger á Egilsstöðum,sem frændi minn Bjarki Auðbergsson á eða átti að minnsta kosti síðast þegar ég vissi.
Hvort það er sami bíll veit ég ekki um,því miður. En þú ættir að geta haft upp á Bjarka og spurt hann um bílinn ef þú vilt.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version