Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
smá dund í camaro nyjar myndir 12.05.09
íbbiM:
hérna koma nokkrar myndir af brasi síðustu daga.
meistari haffi kom og stillti hurðabil og flr.
framstuðarinn er eithtvað leiðinlegur við mig, en fellur samt vel við
tók þá áhvörðun að setja digital gluggarofan og relay-ið ásamt takkaborði og flr í miðjustokkin, flest af þessu er ætlað undir húddið. en ég vill meina að þetta sé betra svona, skemmtilega vinnan sem það er búið að vera að leggja fram og til baka um allan bílin útaf þessu samt
var reyndar búinn að henda þessum mælum í fyrir löngu, en tengdi þá fyrst núna
íbbiM:
þokast nær.
mælar reddý
skiptiljós komið í og tengt
stokkurinn kominn í aftur, og búið að tengja allt undir
íbbiM:
jæja er ekki kominn tími á update,
það er töluvert búið að ske síðan ég póstaði hérna síðast,
sett í hann aðra stóla. það var reyndar alveg ógurlega mikið bras að fá þetta til að passa í, en þess virði engu síður, til stendur að klæða aftursæti og hurðaspjald í stíl,
(vírarnir þarna eiga að sjálfsögðu ekki að vera svona.. under construction)
svo var farið í að setja fjöðrunina í,
grindatengingar
alvöru gormar/demparar/ballancestangir/fóðringar/endar
alvöru spyrnur (tubular)
stífur að aftan lækkaðar um 3"
mun stífari gírkassapúði
strut bar (á milli brettaturna) chromoly
aftursettið
allt annað að sjá bílin svona lægri en áður
svo er ég aðeins að grúska undir húddinu, lagði nítrósleiðsluna afturí,
þegar nýji mótorinn fór ofan í notaði ég vatnsdælu/strekkjara af gamla mótornum. þetta leit mjög vel út á gamla mótornum, en mér svo til mikillar gemju,þá virkaði hún agalega drullug og gömul þegar hún var kominn á nýja mótorinn, svo fór stýrisdælan, og sullaði stýrisvökva útum allt,
nú er ég að setja nýja stýrisdælu og hosur, og áhvað því að taka framsettið í gegn í leiðini, tók strekkjarann og nuddaði hann fram og til baka uppúr hinum ýmsu efnum og pússaði hann svo niður, smurði svo í leguna og voila hann er eins og nýr 8-)
svo er vatnsdælan að fá sömu meðferð, en hún verður reyndar sprautuð.
svo tók ég neðri hluta loftsíuboxins og sprautaði hann svartan til að tóna við litinn á bílnum, kom vel út i.m.o þarf bara massa nokkur korn
fyrir
byrjað að tæta.. og búið að mála plastið á lásbitanum svart
strekkjarinn
íbbiM:
búið að sjæna vatnsdæluna
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version