Ef menn eru að spá í kaup á Trans Am er oft hægt að fá betri bíla og á betra verði ef farið er á spjallborð sem eru um þessa bíla.
Mikið af þeim bílum sem koma á Ebay(evilbay) er áður búið að auglýsa í sölu dálkum á þessum stöðum og þar er sett verð á þetta sem er raunhæft.
Ebay eru sömu bílarnir boðnir aftur og aftur í von um að eitthver slái á takkann og kaupi.
Margir þessir bílar eru sagðir SE,Y82,Y84,Y88 eða eitthvað þaðanaf flottara, en svo ef nánar er skoðað er bíllinn standart WS4 bíll.
Ég get nemt sem dæmi að út á Daytona í nóvember var ég úti á Bellairplasa að skoða bíla og sé þar gull litan "79 bíl og fer aðskoða,
eigandinn ríkur á mig og vill endilega selja mér bílin, á sett $21.500 segir bílinn Gold special edition og með öllu, það hummaði nú eitthvað í mér að
bíllin gæti nú ekki verið Gold SE Y88 því að þeir hefðu bara verið framleidir í 6 mánuði 1978 og þessi væri "79, hann var nú alveg harður á því að þessi
væri Gold SE og ég gæti bara skoðað papírana á mælaborðinu, hann hefur haldið að maður vissi ekkert um þessa bíla
Á gögnunum með bílnum sást að þetta var venjulegur T/A ekki neinn spes, þarna átti að ná $5000 út á SE.
Raunverð á svona bíl er $14.000 til $16.000.
Ráðlegging til þeirra sem ekki eru vel inni í bílum sem menn eru að spá í: lesa sér til, tala við menn sem þekkja viðkomandi bíla, Ebay er ekki altaf bestikostur.