Kvartmílan > Aðstoð

Hjálp! Jeep Grand

(1/1)

GonZi:
Sælir.

 ég er í smá bobba, þannig er mál með vexti að ég er með Jeep Grand Cherokee limited árgerð 1999.
Miðstöðin neitaði að fara i gang í gær og tók ég hann því inn í skúr í dag og ætlaði að redda málunum.

Fór yfir öryggin, allt í góðu þar og þá reif ég mótorinn úr og athugaði kolin, allt í góðu, skipti reyndar um fóðringu í öxlinum sem var farinn. Prófaði því næst að beintengja hann og ju hann virkar alveg fínt, en þegar ég plögga honum í samband á réttum stað gerist ekkert!

 ÞAð er einsog hann fái ekki straum og ég er að velta fyrir mér hvort einhver hérna inni hafi lent í einhverju svipuðu og gæti sparað mér tíma og rifrildi með því að deila með mér?

Eða ef ykkur dettur eitthvað í hug... þá bara skjóta :D

GonZi:
never mind... búinn að redda þessu \:D/

ICE28:
Hvað var að ?
Gæti verið gott að vita :)

GonZi:
Það var semsagt bara sambandsleysi í rafmagnsplöggi fyrir ofan miðstöðvarmótorinn. Tók úr sambandi og smellti aftur í og þá datt hann i gang  :lol:

Navigation

[0] Message Index

Go to full version