Sæll Hálfdán
Ég átti þennan bíl hvað lengst.Gaurinn sem tók hann í nefndinni lét mála hann og fórnaði röndunum.Hann selur kunningja mínum bílinn,sem á hann í ca 3 mánuði og ég tek hann síðan.
Bíllinn var bone stock 350 4ra hólfa með ólæst drif.Ég setti flækjur og tvöfalt púst, fiktaði mikið með kveikju og blöndung og fékk fína vinnslu endrum og sinnum.Þá var mikið gaman og spólað á einari alveg upp í þriðja gír.
Ég sel síðan bílinn einhverjum snillingi sem líklega hefur ættlað að "gera hann upp",þvi að ég sá skelina af honum vélarlausa, innréttingarlausa og hálfunna undir málningu í súðavoginum,líklega vorið 87
KV Jón S.