Author Topic: Tillaga að breytingum á 7. grein laga Kvartmíluklúbbsins.  (Read 4443 times)

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Sælir félagar. :)

7. Grein laga Kvartmíluklúbbsins fjallar um breytingar á lögum og keppnisreglum klúbbsins.

Mér ásamt mörgum öðrum hefur fundist að það eigi að taka ákvörðun og kosningu um keppnisregur út af aðalfundi klúbbsins og hafa sér fund og kosningu um reglur, einnig að það eigi að frysta reglur í vissan tíma þannig að bíllinn sem að tók ár að smíða eftir núverandi reglum sé ekki orðinn úreltur og þurfi miklar breytingar loks þegar á að nota hann.

Þá hefur mér ásamt öðrum fundist lagagreinin orðin ruglingsleg sökum fjölda breytinga á síðustu árum.

Með þessu er leitast við að orða lagagreinina og koma henni í betra horf án þess að breyta henni mikið.

Vissulega legg ég til að reglunefndinnni verði breytt í "tækninefnd" sem að hefur mun víðtækara og ábyrgðarmeira hlutverk en reglunefndin hefur í dag.
Það lá í loftinu að það yrði að setja á stofn einhverja/einhvern, hóp/nefnd til að sjá um öryggisreglur og reglur um keppnishald og skoðun, þess vegna legg ég til að sett verði upp tækninefnd sem að sér um að gera það auk þess að taka við reglunefndarstörfum.
Það er alger óþarfi að hafa tvær nefndir sem eru að hræra í sama pottinum og síðan enda hlutirnir hugsanlega í misskilningi milli nefnda sem ekki reynist tími til að leiðrétta fyrir aðalfund.

Það að hafa almenna reglufund/i í Nóvember gerir það að verkum að nýlokið tímabil er ferskara hjá keppendum og þá ætti að vera auðveldara að finna hvað er að og laga það.
Síðan eru reglurnar tilbúnar ekki seinna en í janúar og þá er þeim dreift til lestrar á aðalfundi og þá þegar er búið að samþykkja þær þannig að ekki þarf að eyða tíma aðalfundar í umræður um reglur, en til þess að það sé hægt verður að breyta þessari lagagrein.

Það að frysta reglur um flokka í þrjú ár eftir að flokkur er "smíðaður" eða honum breytt, gerir það líka að verkum að menn vanda sig betur við "smíði" flokka.
Þetta gerir líka mönnum frekar kleyft að smíða sér keppnisbíla án þess að vera að flýta sér um og of og vera hræddir um að viðkomandi flokki hafi verið breytt og bíllinn sé orðinn ólöglegur í hann eða ekki samkeppnisfær þegar þeir mæta.

Þarna er líka tekið á því í fyrsta sinn svart á hvítu að öryggisreglum má breyta og þær uppfæra hvenær sem er á keppnistímabili (sambærilegt við önnur lönd).

Líka er verið að velta vissum verkefnum af stjórn klúbbsins og keppnisstjórn með því að tækninefndin sér um skoðun keppnistækja og á að leysa úr ágreiningsmálum sem að upp kunna að koma um reglur og skoðun auk, þess að búa til verklagsreglur um skoðun og þjálfa skoðunarfólk og starfsmenn við braut í samráði við keppnisstjórn.
Einnig á nefndin að svara þeim spurningum sem að upp kunna að koma hjá keppendum eða öðrum með tilliti til reglna.

ATH!  hér er verið að ræða um "tækninefnd" Kvartmíluklúbbsins sem á síðan að eiga fulltrúa hjá verðandi reglu/öryggisnefnd ÍSÍ, en þær keppnisreglur sem að heyra undir nefndina eru fyrst og fremst reglur Kvartmíluklúbbsins.



Hér kemur greinin, fyrst eins og hún er í dag og síðan breytingatillagan.

7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að laga eða reglubeytingum í fundarboði til aðalfundar.

7. 1. Ef um ónóga fundarsókn er að ræða skal stjórnin hafa rétt til ákvörðunar á framhaldsaðalfundi viku síðar og telst sá fundur lögmætur óháð fundarsókn. Ónóg fundarsókn til aðalfundar telst vera 20 félagsmenn og færri.

Tillögum að reglubreytingum skal skila inn til nefndar sem fer yfir tillögur að breytingum eða kemur með tillögur sjálf til reglu eða flokkabreytinga.

Tillögur skulu berast nefndinni skriflega fyrir 5 Janúar hvers árs.
Þá skal nefndin vera búin að leggja fram sýnar eigin tillögur á þeim tíma.
Reglunefndin skal birta tillögur eins og þær berast nefndinni á vefsíðu KK ekki seinna en 15 janúar



Nefndin skal skipuð minnst 3 og ekki fleirum en 5 mönnum ,sem ekki sitja við stjórn KK á því tímabili,völdum af stjórn klúbbsins til tveggja ára í senn.Það skal vera opinbert hverjir sitja í nefndinni hverju sinni.
Í nefndinni eru allir jafnir, enginn formaður eða slíkt.

1 Febrúar skal í síðasta lagi vera búið að halda fund með keppendum um reglubreytingarnar sem nendin ætlar að leggja fyrir aðalfund,eftir fundinn er ekki hægt að draga tillögur til baka.

20 febrúar eða minnst einni viku fyrir aðalfund skal svo birta á endanlegar tillögur á vef Kvartmíluklúbbsins.

Þær tillögur sem nefndin samþykkir þarf svo að kjósa um á aðalfundi



Það sem að er með rauðum stöfum er lagt til að verði tekið út eða breytt/umorðað.





Hér kemur greinin eins og lagt er til um breytingar:
Því sem að hefur verið breytt er með grænum stöfum.


7. gr. Breytingar á lögum félagsins má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að lagabreytingum í fundarboði til aðalfundar.

7. 1. Ef um ónóga fundarsókn er að ræða skal stjórnin hafa rétt til ákvörðunar á framhaldsaðalfundi viku síðar og telst sá fundur lögmætur óháð fundarsókn. Ónóg fundarsókn til aðalfundar telst vera 20 félagsmenn og færri.

7.2.   Breytingar á keppnisreglum skal gera á sérstökum almennum fundi sem að skal haldinn í Nóvember ár hvert að loknu keppnistímabili. Skila skal inn reglubreytingatillögum fyrir fund samkvæmt auglýsingu frá tækninefnd.  Þegar nýr flokkur hefur verið samþykktur eða flokki hefur verið breytt skulu reglur í honum standa óhreyfðar næstu þrjú árin.  Þetta á ekki við um öryggisreglur sem að tækninefnd á að sjá um uppfærslu á fyrir alla flokka allt árið um kring eða útreikning á kennitímum (index).  Breytingar á öryggisreglum skal birta opinberlega eigi seinna en viku eftir að tækninefnd hefur samþykkt þær.   Þær breytingar sem kunna að vera gerðar á keppnisreglum skal birta eigi seinna en í Janúar ár hvert og skulu liggja frammi á aðalfundi félagsins.

7.3.   Stjórn Kvartmíluklúbbsins skal skipa fimm hæfa einstaklinga til eins árs í einu í tækninefnd sem á að sjá um öryggis og keppnisreglur auk þess að boða til almenns fundar um reglubreytingar í Nóvember á hverju ári, og birta síðan breytingarnar eigi síðar en í Janúar árið eftir.  Tækninefnd skal einnig halda saman öllum öryggis og keppnisreglum klúbbsins og uppfæra þær sem og vera í sambandi við öryggisnefnd og reglunefndir ÍSÍ sem og erlendar tækni/reglunefndir.  Tækninefndin skal vera opinber og skal vera tiltæk til að gefa upplýsingar og svara spurningum þegar og ef óskað er eftir.  Keppnisstjórar og keppendur skulu geta leitað til nefndarinnar vegna ágreiningsmála sem kunna að koma upp.

7.4.   Tækninefnd skal tilnefna skoðunarmenn Kvartmíluklúbbsins fyrir hvert keppnistímabil og þjálfa þá til starfans.  Nefndin skal einnig koma að þjálfun starfsfólks við keppnisbraut.  Nefndin gerir líka verklagsreglur er varða skoðun keppnistækja.





Ef að það eru einhverjar spurningar þá endilega póstið þeim inn. :!:

Kv.
Hálfdán Sigurjónsson. :roll:
« Last Edit: January 25, 2009, 17:32:40 by 429Cobra »
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á 7. grein laga Kvartmíluklúbbsins.
« Reply #1 on: January 25, 2009, 02:03:11 »
Ég tek undir þetta allt...nema... það á ekki að frysta flokkareglur, ef einn finnur aðferð til að dómínera flokkinn í 3 ár er þetta orðið ansi ósanngjarnt fyrir restina... flokkareglum á breyta með flæðinu svo allir eigi séns og eigi möguleika á að breyta... finnst mér.
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á 7. grein laga Kvartmíluklúbbsins.
« Reply #2 on: January 25, 2009, 09:14:50 »
ég held reindar að það sé sama hvernig flokkareglur eru það mun alltaf henta einhverjum 1-3 betur en hinum  :idea:nema þetta verði bara eins og F1 í dag allir með eins græjur =; :D
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á 7. grein laga Kvartmíluklúbbsins.
« Reply #3 on: January 25, 2009, 18:22:16 »
Þetta er flott. Orð í tíma töluð =D>

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á 7. grein laga Kvartmíluklúbbsins.
« Reply #4 on: January 25, 2009, 23:49:14 »
Það er mitt álit að reglubreytingar eiga ekki heima í lögum KK hvað þá að það eigi að leggja reglur fyrir félaga í KK. Ég tel reitt að það sé reglunefnd sem starfa á sjálfstætt en þó undir stjórn KK. Flokkareglur og flokkakerfið sem keppt er eftir ætti að vera alþjóðlegt ef kostur væri á því. Það ætti að vera hægt að treysta reglunefndinni að koma einungis með skinsamlegar breytingar til bóta fyrir KK með það að markmiði að fjölga keppendum og jafna leikinn eins og kostur er.

Það er mín reynsla  eftir að starf í reglunefnd að þegar það kemur að því að ræða þær hugmyndir af breytingum sem nefndin telur æskilegar við keppendur þá hafa allir mismunandi skoðanir og varla hægt að finna tvo menn með sömu skoðun enda leifi ég mér að efast um að keppendur hafi eitthvað að segja um reglur í auðrum löndum. :D

Ég tel að þessar breytinga tillögur með að það sé sér fundur með keppendum um reglubreytinga alveg út í hött og að það gefi tilefni til þess að smala mönnum og ná fram sér hagsmunum eins og dæmi eru um. Það er ekki heldur rétt að festa reglur til þriggja ára ef það koma fram gallar í nýjum reglum. :shock:

Það væri til bóta að reglunefnd sæi alfarið um reglur. =D>

Kv Ingó.
Ingólfur Arnarson

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á 7. grein laga Kvartmíluklúbbsins.
« Reply #5 on: January 26, 2009, 00:26:39 »
Sælir félagar. :)

Sæll Ingólfur.

Samkvæmt 7. gr laga KK þar stendur að það EIGI að halda fund með keppendum þannig að það er ekkert nýtt:

Úrdráttur úr greininni hér að ofan:

Nefndin skal skipuð minnst 3 og ekki fleirum en 5 mönnum ,sem ekki sitja við stjórn KK á því tímabili,völdum af stjórn klúbbsins til tveggja ára í senn.Það skal vera opinbert hverjir sitja í nefndinni hverju sinni.
Í nefndinni eru allir jafnir, enginn formaður eða slíkt.

1 Febrúar skal í síðasta lagi vera búið að halda fund með keppendum um reglubreytingarnar sem nendin ætlar að leggja fyrir aðalfund,eftir fundinn er ekki hægt að draga tillögur til baka.

20 febrúar eða minnst einni viku fyrir aðalfund skal svo birta á endanlegar tillögur á vef Kvartmíluklúbbsins.





Síðan er verið að horfa til framtíðar þegar ÍSÍ hefur tekið við reglumálum og keppendur hafa ekkert lengur með Íslandsmótsreglur að segja.

Það bannar klúbbum sem að stunda mótorsport hinns vegar ekki að halda sínar innanfélagskeppnir, bikarkeppnir eða aðrar þær keppnir sem að þeir vilja halda, eða eru haldnar af örðum með útleigu á mannvirkjum.

En til þess að það sé hægt verða að vera grundvallarreglur til að fara eftir, bæði varðandi keppnishald, öryggi og fyrir flokka.
Það er það sem svona nefnd/hópur á að sjá um.

Einnig þarf klúbburinn að hafa innan sinna raða þjálfað starfsfólk við braut og í skoðun.
Það yrði hlutverk tækninefndar/hóps sem þessa að sjá um þjálfun skoðunarmanna og starfsfólks við braut þá í samráði við keppnisstjórn/keppnisstjóra.

Þá þarf líka að vera til aðgengilegt samskipta og upplýsinga teymi fyrir keppendur og starfsmenn/keppnisstjórn sem og við ÍSÍ og erlendar tækninefndir/hópa.

Nú varðandi fundi með keppendum þá er alltaf spuning hvort sé betra og lýðræðislegra að safna saman á stórann fund eða fundi þar sem allir geta komið og tjáð sig, eða haldið þessu í litlum klíkum þar sem ja horfðu á sjónvarpið hjá þér, það sem er að gerast í þjóðfélaginu núna er mikið til út af klíkuskap í lokuðum klíkum og síðan samskiptaleysi og hroka þeirra sem í klíkunum eru og vilja bara fá sitt fram og er sama um hvað almenningur vill.

Auðvitað verða margar skoðanir á lofti, og það er líka gott þar sem þá koma upp hugmyndir sem að nefndin hefur kanski ekki hugsað út í.
Það er enginn alvitur og allir eiga rétt á sínum skoðunum og litlar klíkur loka, stórir fundir opna. =D> =D> =D>

Sú hugmynd að frysta reglur í þrjú ár er ekki ný.
Við notuðum hana fyrst 1985 þegar við settum upp götubílaflokkinn sem nú er orðinn að GF/, og það tókst vel.
Þetta þýddi að menn þurftu að sýna framsýni og vanda sig við reglur, og þá er ennþá mikilvægara að allir fái að segja sitt álit.
Líka að keppendur standi ekki uppi með ólögleg tæki eftir árssmíði og mikil peningaútlát þar sem að búið er að gjörbylta flokkum sem að þeir ætluðu að fara í.
Svoleiðis er bara alls ekki sanngjarnt.  :!:
Auðvitað getur alltaf komið sú staða upp að einhver "dómineri" flokkinn.
En er það ekki alltaf að gerast hvort eð er og þá fáum við þó tíma til að hugsa út hvað á að gera meðan aðrir keppendur í flokknum reyna að ná þessum eina.
Er ekki líka sanngjarnt að þeir fái það tækifæri. :?:

Sú tækninefnd sem að hér er verið að leggja til hefur miklu víðtækara hlutverk heldur en núverandi reglunefnd og hefði löngu átt að vera komin til starfa þar sem hún veltir töluverðu starfi af stjórn og keppnisstjórn og tekur líka við ábyrgðarhlutverki af þeim. :smt023

Kv.
Hálfdán.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á 7. grein laga Kvartmíluklúbbsins.
« Reply #6 on: January 26, 2009, 13:11:51 »
Það væri gaman að fá raunhæfar hugmyndir frá þér en ekki endurtekningu á gömlum lumum en ekki við því að búast þar sem það virðist sem þú sért fastur í tíma og sjáir ekki út fyrir kassann og eða löngu staðnaður. !!!  :-({|=

Ingó. :)
Ingólfur Arnarson

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á 7. grein laga Kvartmíluklúbbsins.
« Reply #7 on: January 26, 2009, 13:23:16 »
hefur einhvertiman einhver domenerað :-k :?:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á 7. grein laga Kvartmíluklúbbsins.
« Reply #8 on: January 26, 2009, 14:05:02 »
Sælir félagar. :)

Sæll Ingólfur.

Ef það er stöðnun að setja upp nefnd/hóp til að halda saman öllum reglum bæði keppnis og öryggislegum, miðla upplýsingum til keppenda og keppnisstjónar eða stjórnar og vera í sambandi við þá sem að eru í regluverki erlendis, þá er ég örugglega staðnaður. :-k

Þetta er hins vegar það sem koma skal og er mjög þarft til að keppendur og keppnisstjórn/stjórn og aðrir áhugamenn geti gengið að upplýsingu á einum stað og geti fengið svör við sínum spurningum fljótt og örugglega.

Við sjáum líka fram á að þegar ÍSÍ tekur við reglumálum fyrir Íslandmeistaramót (er að tala um flokkareglur) þá verða keppendur ekki spurðir álits, heldur verður væntalega notast við reglur NHRA/FIA.

Það er önnur ástæða fyrir því að við þurfum svona nefnd/hóp og það eru framtíðar samskipti við ÍSÍ eða heldur þá deild innan ÍSÍ sem að kemur til með að sjá um þessi mál.

Sæll Kristján.

Það hafa alltaf verið einhverjir sem að hafa komið og "dóminerað" sinn flokk í einhvern tíma hvort sem að við séum að tala um stuttan eða langann tíma.
Svoleiðis getum við aldrei komist fram hjá að gerist hér frekar en erlendis.

Það eru aðeins tvær leiðir til að koma í veg fyrir svoleiðis, annar vegar að nota froskotakerfi með kennitímum (index) sem að eru breytilegir (bracket?) eða að breyta reglum mjög ört.
Svo er reyndar það þriðja og það er að láta keppendur "elta" hvorn annan og leyfa innbyrðis þróun að lagahlutina.
Það tekur lengri tíma en er sennileg raunhæft.

Síðan er spurningin hvernig menn vilja hafa þetta. :!:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á 7. grein laga Kvartmíluklúbbsins.
« Reply #9 on: January 26, 2009, 14:26:05 »
Hálfdán

það er ekket nýtt í þessu hjá hér enda ekki von!!

Ingó.
Ingólfur Arnarson