Vildi taka upp þennan þráð vegna umræðu við félagana síðustu dagana. Ég fór í gegnum alla bifreiðaskrána 1997 og var þá þegar meðvitaður um það að margir þessara bíla eru misskráðir í bifreiðaskrá.
Þetta er vegna þess að þessir pappírar voru handskrifaðir að sjálfsögðu áður en þeir voru settir inn í tölvu og einnig eru skráningar mjög ófullkomnar, þ.e.a.s. Plymouth Barracuda 1970 var kanski bara skráð sem " Plymouth 1970 " og þar með engin undirtegund. Þess vegna vantar slatta af bílum í þessa upptalningu.
Samt sem áður eru staðreyndin sú að aðeins örfáar eru eftir hér á landi eftir því sem ég best veit, og því miður flestar í mjög slæmu ástandi.
1. 1970 Barracuda Gran Coupé Jón Geir ( Þokkalega gott ástand)
2. 1970 Barracuda Hjörtur ( mjög illa farinn)
3. 1971 Barracuda Gulli Emils ( mjög illa farinn )
4. 1971 Cuda 340 Kristján (mjög illa farinn)
5. 1972 Cuda 340 Kristján (mjög illa farinn)
6. 1970 Barracuda nýinnflutt, Þórhallur , Alli og Eggert ( í uppgerð)
Ef einhverjir vita um aðrar hér á landi Barracudur Cudur 1970 - 1974 en þær sem eru taldar upp hér að ofan, vinsamlegast setjið inn póst.