Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Pontiac Trans Am GTA 1988 - Ferilsskrá og kannski smá fróðleik
Sivalski:
Ég var að spá hvort einhver gæti mögulega flett upp ferilskrá fyrir mig?
númer á honum er KE822 og hann er árgerð 1988
Kannski getur einhver sagt mér eitthvað um þennan bíl í leiðinni? :wink:
fyrirfram þakkir, Viktor :)
Sivalski:
og ef einhver myndi gera þetta þá er sjálfsagt að millifæra fyrir færsluna :wink:
JHP:
Hver er staðan á honum í dag?
Sivalski:
heyrðu ástandið gæti nú verið betra, hann orðinn svolítið sjúskaður og ryðgaður í botninum og á mörgum stöðum neðarlega(helst bílstjóramegin og á þessum algengu stöðum sem vatn sest),
en hann er í mínum höndum núna, og verður tekinn allur í gegn að innan og utan! =)
ég keypti mér fyrst annan en hann var ílla klesstur og borgaði sig ekki að rétta hann :-(
svo ef ég get notað eitthvað af honum í varahluti þá hef ég varahlutabíl.
En það er svona hitt og þetta sem þarf að endurnýja og bara yfirfara hann,
annars er þetta topp bíll í það að taka í gegn, þó svo að ryðið sé í verri kanntinum, en hann lítur nú ekkert ílla út að utan við snögga yfirsýn
eeen svo á eflaust sitt lítið af hverju eftir að koma í ljós.
-Viktor
ps. ég var að reyna að finna út hvort þetta sé ekki pottþétt GTA bíll með vin numberinu og fann svosem ekkert merkilegt þar, somebody??
JHP:
Jú þetta er GTA sem kom nýr til landsins.
Hvaða bíl keypturðu klesstan?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version