Kvartmílan > GM

Pontiac Fiero hvað er til ?

(1/5) > >>

Jón Þór Bjarnason:
Mig langar svolítið mikið til að vita hvort menn viti hvað er til af Pontiac Fiero.
Það var byrjað að framleiða þá seint á árinu 1983 og fram til 1988 semsagt árg ´84-´88
Ég er með ´84 bíl sem ég er að standsetja og ´86 bíl sem ég nota í parta en þeim bíl var búið að henda en mér tókst að fá hann rétt áður en það var mokað yfir hann.
Þetta er það eina sem ég veit að það eru til 4 bílar af 1984 árgerðinni.
Langar líka að vita hvað er til mikið af GT bílum og hvort einhverjir séu ennþá heilir.

Kiddi:
Það er til eitthvað af þessum venjulegu... svo vissi ég a.m.k. af 2 GT bílum einn hvítur og annar rauður sem var fluttur inn um árið 2000 að ég held eða jafnvel fyr, sá bíll hefur sést svolítið á ferðinni hérna í bænum.

Ert þú með þessa tvo svörtu sem voru upp á höfða eða eru þínir rauðir eins og allflestir hinir Fiero vagnarnir.

Jón Þór Bjarnason:
Ég keypti annan af þessum svörtu og hann er nánast riðlaus og innréttingin í honum er ótrúlega góð. árg ´84
Bíllinn minn hefur einhverntímann verið rauður og sprautuvinnan verið gerð heima í skúr sennilegast.
Varahlutabíllinn er rauður. árg ´86
Það er búið að taka vél og kúplingu í gegn á varahlutabílnum þannig ég ætla að skella því í hann. Það er einhver v-6 í svarta bílnum núna sem ég er ekki viss hvaðan hún kemur en það er blöndungsvél. Kúplingin er líka föst. Þetta eintak er það heilt miðað við 25 ára gamlan bíl að ég ætla að hafa hann sem mest original í útliti.

bluetrash:
ég held að minnið sé ekki að hlaupa með mig en ég man eftir svona pontiac á höfn þegar ég var svona 10-12 ára.. Ég þori nú ekki að fara með það hvort hann lést þar eða ekki. Ekki man ég hvað hann hét sem átti hann en hann var sonur Ása málara

Ragnar93:
það er einn hérna í keflavík 1984 minnir mig

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version