Author Topic: Hver var Chevrolet?  (Read 4658 times)

Offline Kristján Ingvars

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 804
  • You toucha dis machine, I smasha you face!
    • View Profile
Hver var Chevrolet?
« on: January 05, 2009, 21:39:17 »
Fann þetta og setti þetta bara hér inn til gamans   8-)

Hver var Chevrolet ?

Eitt frægasta nafn í bílasögunni "Chevrolet" kom frá manni sem hét Louis Chevrolet.

Louis Chevrolet varð aldrei ríkur á hæfni sinni, færni og reynslu en nafn hans er orðið ódauðlegur partur af sögunni.

Louis fæddist á jóladag 1878 í Sviss, hann var sonur úrasmíðameistara. Louis sýndi strax á ungum aldri mikla tæknilega hæfileika en hann þótti ekki sérlega góður að liggja yfir skólabókum eða sinna námi.

Louis Chevrolet byrjaði starfsferil sinn sem reiðhjóla viðgerðamaður og fljótlega fór þessi kröftugi 1.83 stóri maður að keppa í hjólreiðum. Hann vann 28 hjólakeppnir á sínum fyrstu 3 árum í reiðhjólakeppnum og hann hélt jafnframt áfram að smíða reiðhjól þar til hann uppgötvaði bíla. Þá varð Chevrolet bifvélavirki í hinum upprennandi Franska bíla iðnaði. Hann skipti oft um starf og jók við þekkingu sína en flutti síðan til Montreal árið 1900.

Chevrolet starfaði þar sem bílstjóri í 6 mánuði þar til hann flutti sig um set til New York. Smá saman gat hann sér góðan orðstír sem góður bifvélavirki og keppnis ökumaður.

Frá New York flutti hann sig um set til Flint Michigan þar sem hann hóf að aka sem keppnis ökumaður fyrir W.C. Durant stofnanda General Motors. Hann ók Buick í fyrstu Indianapolis 500 keppninni sem haldin var en brotinn kambás olli því að hann féll úr keppni. Síðan réði Durant hann til að hanna bíl drauma sinna. Chevrolet var ráðinn sem verkfræði ráðgjafi en hann var ekki yfirmaður í Chevrolet fyrirtækinu.

Þegar fyrst Chevrolettinn sem hét Classic six byrjaði í framleiðslu í 1912 þá voru 275 bílaframleiðendur í Bandaríkjunum! Fyrsti ´Lettinn´ var hugsaður sem bíll ríka mannsins og var ekki seldur í stórum stíl enda kostaði hann á þeim tíma $ 2150.-

Durant vildi byrja að framleiða bíla í fjöldaframleiðslu til að höfða til fjöldans en Louis Chevrolet var ekki sammála og vildi einungis láta tengja nafn sitt við stóra tilkomumikla og góða bíla.
Það er athyglisvert með tilliti til þróunar nú á tímum á notkun á vörumerki "Chevrolet" þar sem merkið er límt á miður merkileg faratæki til að selja sem mest! Farartæki eins og Daewoo og Opel frá Brasilíu o.s.frv. Louis Chevrolet er sjálfsagt búinn að snúa sér við mörgum sinnum í gröfinni í hvert skipti sem einhverjum markaðsfræðingnum dettur sú "snilldar" hugmynd í hug að líma Chevrolet logóið á einhverjar óseljanlegar druslur til að koma þeim út.

En vegna ágreinings Durant og Chevrolet þá seldi Chevrolet sig út úr fyrirtækinu í október 1913 einungis um ári eftir að byrjað hafði verið að framleiða fyrsta bílinn þar. Nafnið var orðið þekkt vörumerki og það átti W.C. Durant. Hefði Louis haldið áfram í fyrirtækinu hefði hann og allir hans eftirkomendur orðið marg milljónerar.

Durant saknaði hans ekki. Hann hataði manninn en elskaði nafnið. GM sameinaðist síðan Chevrolet Motors undir handleiðslu Durant.

Án þess að geta notað nafn sitt á fyrirtæki þá stofnaði Chevrolet nýtt fyrirtæki að nafni Frontenac motor corp til að smíða nýjan og framúrstefnulegan kappastursbíl.

Síðar réði hann sig sem aðstoðarforstjóra og yfir tæknifræðing hjá nýju fyrirtæki sem hét American Motors Corporation (AMC).

Í 1929 hætti Louis í bílabransanum og stofnaði Chevrolet Brothers Aircraft Company saman með bróður sínum Arthur.

Árið 1934 setti General Motors manninn sem hafði gefið nafn sitt til best selda bíls þeirra hann aftur á launaskrá en vegna veikinda þá flutti Louis ásamt konu sinni til Florida. Louis Chevrolet dó síðan 6. júní 1941 þá 63 ára að aldri.

Hann var borinn til grafar í Indianapolis sem var sena hans stærstu sigra í ökukeppnum.

Kristján Ingvarsson
Mercedes Benz 500S 1986 (seldur)
Chevrolet Bel Air 1955 (seldur)
Chevrolet Impala 1963 (í uppgerð)
Chevrolet Blazer 1992 (seldur)
Mazda 6 2006 (í notkun)

Offline Halldór H.

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 275
    • View Profile
    • http://www.ba.is
Re: Hver var Chevrolet?
« Reply #1 on: January 05, 2009, 23:18:28 »
Góður pistill hjá þér =D>
Halldór Hauksson,  GSM 844 6166
HH flutningar 8446166

Offline #1989

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
Re: Hver var Chevrolet?
« Reply #2 on: January 05, 2009, 23:37:22 »
Góð grein, en vildi cheví sjálfur þá bara smíða cadda :?: (stóra og góða bíla) á einhver mynd af kappakstursbílnum, og tæknifræðingur hjá AMC útskýrir margt um þá tegund :-k
Sigurður Sigurðsson

Offline Kristján Ingvars

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 804
  • You toucha dis machine, I smasha you face!
    • View Profile
Re: Hver var Chevrolet?
« Reply #3 on: January 05, 2009, 23:45:58 »
Ég veit ekki hvað þótti stórt og tilkomumikið árið 1912  :-s

Kristján Ingvarsson
Mercedes Benz 500S 1986 (seldur)
Chevrolet Bel Air 1955 (seldur)
Chevrolet Impala 1963 (í uppgerð)
Chevrolet Blazer 1992 (seldur)
Mazda 6 2006 (í notkun)

Offline Brynjar Nova

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.280
    • View Profile
Re: Hver var Chevrolet?
« Reply #4 on: January 06, 2009, 09:12:30 »
Gaman að lesa svona :smt041 :smt039
« Last Edit: January 06, 2009, 09:21:33 by Brynjar Nova »
Brynjar Nova Íslandsmeistari í Sandspyrnu 2011 Fólksbílar 70 Nova
Besti tími, 5,82
Chevrolet Nova 1970 SS clone Blár
Chevrolet Nova 1970 SS orange
Chevrolet Nova 1973 rauður
Chevrolet Nova 1974 Grænn
Chevrolet Nova 1978 (seldur)
1971 Nova (seld)

Offline Serious

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 542
  • Jónatan Már Guðjónsson sími 6184505
    • View Profile
Re: Hver var Chevrolet?
« Reply #5 on: January 07, 2009, 00:37:12 »
Kristján frábær grein og gaman að lesa hana  =D>
oldsmobile delta custom 88 71 (lagt 84)
mercury zephyr station 78 (seldur)
mercury zephyr 79 (í uppgerð)
bens 190e 88(SELDUR)
feroza 94(SELDUR)
Lada sport 90 driver
Lada sport 87 (í geimslu)
Ég get staðist allt nema freistingar.

Offline Kallicamaro

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 178
    • View Profile
Re: Hver var Chevrolet?
« Reply #6 on: January 15, 2009, 00:18:27 »
Skemmtileg lesning þetta, alltaf veit maður meir og meir  =D>
Karl Bachmann Lúðvíksson
1998 Chevrolet Camaro Z-28

www.camaro.is
YouTube síðan mín
Facebook síðan mín

Offline kallispeed

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 469
    • View Profile
Re: Hver var Chevrolet?
« Reply #7 on: January 30, 2009, 12:43:40 »
herra chevrolet , blessuð sé minning hans  ....  :mrgreen:

Offline ADLER

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 836
  • Drive on....
    • View Profile
Re: Hver var Chevrolet?
« Reply #8 on: January 30, 2009, 18:25:42 »
Ég var með svipað innlegg á spjall fornbílaklúbbsins Lau Jún 17, 2006.

Sjá þarna > http://jsl210.com/spjall/viewtopic.php?t=805&highlight=louis+chevrolet

Það er ágætt að vera með nokkrar lausar skrúfur.
Adler Stevens  543 4200
*****************
Support your Local Mechanic
Buy a Ford .
*****************

Ashes to ashes
Dust to dust
If it wasn't for Fords
Our tools would rust.
***************