Stjórn Kvartmíluklúbbsins langar að óska eftir mönnum/konum sem er tilbúið að taka að sér að sjá um keppnishald fyrir árið 2009 semsagt keppnisstjórn. Hlutverk keppnisstjórnar verður að halda utan um allt keppnishald á vegum Kvartmíluklúbbsins og starfsmannamál. Keppnisstjórn getur verið frá 2 mönnum og upp úr.
Mörg verkefni liggja fyrir stjórn og því miður eins og félagsmenn sáu á síðasta ári þá var ekki haldið nógu vel utan um keppnishald árið 2008 meðal annars vegna mikilla anna stjórnarmanna við uppbyggingu svæðisins í kringum og við kvartmílubrautina. Stjórn Kvartmíluklúbbsins er búin að vera á nokkrum fundum bara í janúar vegna kvartmílubrautar.
Mælst er með því að þeir einstaklingar sem hafa áhuga á að taka þetta að sér mæti á aðalfund Kvartmíluklúbbsins 7. Febrúar sem verður haldið í félagsheimili kvartmíluklúbbsins.
Vinsamlegast hafið umræður á málefnalegum nótum.