Kvartmílan > Aðstoð
Vill til að "hoppa" í spóli
Moli:
Sælir 8-)
Er að velta einu fyrir mér, ég hef aldrei áður átt heilgrindarbíl og á gormum allan hringin. GTO-inn vill taka stundum upp á því að "hoppa" þegar maður dettur með hann í spól í fyrsta gír. Ég er svona að velta fyrir mér ástæðunni sem gæti legið á bak við því.
Hann er á loftdempurum að aftan og er ég bæði búinn að taka upp á því að dæla í þá meira lofti sem og hleypa úr þeim, en það hefur engin áhrif.
Undir hann vantar ballancestöngina að aftan sem á að vera til staðar, ég hef samt ekki trú á því að hún skipti máli í þessu tilviki. Eins er þetta spurningar með fóðringarnar í spyrnum að aftan. Það stóð reyndar í eBay lýsingunni að það hefði verið búið að endurnýja allar fóðringar í undirvagni.. :-k
Áður en ég fer í kaupa eitthvað erlendis frá, langar mig að fá skoðanir reynslumanna á þessu.
Mín skoðun er sú að það sé spurning hvort það þurfi að kaupa eitthvað af eftirtöldu:
-Nýjar fóðringar að aftan
-Nýja dempara
-Ballancestöng?
Datt svo á þennan búnað á hjá AmesPerformance, gæti verið að þetta sé málið. 8-)
https://secure.amesperf.com/qilan/Detail_Web.jsp?part_num=S285C
Halldór H.:
sæll Maggi
Hann er bara of mjúkur þess vegna hoppar hann,
Stífari demparar bjarga þessu vafalaust, því hraðar srm þú spólar því síður hoppar hann.
Kiddi:
Það er hægt að leysa þetta á ýmsa vegu.... lækka hann að aftan eða þá hækka að framan (fá réttan "stance"), no-hop bars eða "lower arm relocating brackets"... Þetta eru allt aðferðir til að laga til afstöðuna á örmunum sem fara á hásinguna.
Einnig er hægt að prufa sig áfram með dempara og fóðringar. Ég hugsa að balance'stöngin hjálpi minnst þ.e.a.s. til að laga wheel hoppið
js:
Sæll
Ég hef heyrt það,af þeim sem eiga chevelle að ytri spyrnurnar eigi að vera svotil láréttar.Bíllinn hjá þér er líklega of hár að aftan og tvívirkir alvöru demparar,burt með loftdemparana.Þetta dugði á chevellunnni hjá Jóa Sæm.
KV:JS
Kiddi:
--- Quote from: js on January 13, 2009, 23:05:30 ---Sæll
Ég hef heyrt það,af þeim sem eiga chevelle að ytri spyrnurnar eigi að vera svotil láréttar.Bíllinn hjá þér er líklega of hár að aftan og tvívirkir alvöru demparar,burt með loftdemparana.Þetta dugði á chevellunnni hjá Jóa Sæm.
KV:JS
--- End quote ---
Innri spyrnurnar þ.e.a.s. þessar efri..... alltaf talað um upper & lower
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version