Author Topic: Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.  (Read 6803 times)

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.
« on: January 07, 2009, 01:21:17 »
Sælir félagar. :)

Breytingar (lagfæringar)á reglum í MS/flokki.

MS flokkurinn var settur upp fyrir þá sem að vildu upplifa “nostalgíuna” í sinni villtustu mynd, og er þá bæði átt við keppendur og áhorfendur.
Þessi flokkur var fyrst og fremst hugsaður sem skemmtun og var hugmyndin að slípa hann til á nokkrum árum.
Nú kemur undirritaðu með eftirfarandi tillögur um breytingar á reglum í MS/flokki.
Þessar tillögur eru settar fram til að hleypa fleiri bílum sem að þegar eru til inn í þennan flokk og líka til að geta farið út í “nostalgíuna” án þess að vera að brjóta öryggisreglur.
Einnig hafa reglur verið einfaldaðar og orðalagi breytt og það mýkt.

Fyrst er það að breyta dekkjastærð í átt að því sem að var 1978-1981 þegar þessi flokkur var keyrður hér heima.
Þá voru mest notaðir slikkar sem að voru 29,5x11,5x15.
Ég legg til að leyft verði að nota slikka sem eru 30x10,5, sem myndi þá gera viðkomandi ökutæki löglegt í aðra flokka sem að leyfa þessa dekkjastærð.

Til þess að standast öryggisreglur með þessa dekkjastærð þá mega dekkin ekki ná út fyrir yfirbyggingu ökutækis, eins og þau gerðu reyndar á árum  áður.
Þess vegna vil ég leyfa breytingar á hjólskálum að grindarbita (minitubbing), og að það megi færa fjaðrahengsli inn í grindarbita.
Með þessu ættu allar bíltegundir að sitja við sama borð eftir breytingar.

Flokkur eins og þessi sem að býður upp á hávaða, spól og reik er nauðsinlegur til að draga að áhorfendur, og líka keppendur sem að vilja rifja upp gamla daga.

Þessi breyting er búin að fara fyrir fund hjá reglunefnd og fékk þar brautargengi meirihluta nefndarinnar.
(Ingólfur Arnarson var forfallaður á þessum fundi.)



Kv.
Hálfdán Sigurjónsson. :roll:
(Í reglunefnd) :!:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.
« Reply #1 on: January 07, 2009, 18:02:00 »
Hæ Hálfdán langaði að spurja að einu er ekki flokka þrepa kerfið hugsa þannig að það sé Mc-Ms-Se-Gf í götubílaflokkum?Þarf ekki að fara uppfæra Se í átt að Ms?T.d.þyngdir og vélastærðir og t.d pústleysi og slikka.Hefði verið til í að sjá það ske svo að þrepakerfið virki sé þetta rétt hjá mér.Er ekki Ms að stinga af reglulega séð.Bestu Kv Árni Kjartans
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.
« Reply #2 on: January 07, 2009, 18:38:30 »
Sælir félagar. :)

Sæll Árni.

Jú flokkakerfið var hugsað í þrepum, en það var eiginlega slitið í sundur með slagrýmistakmörkunum í SE/.

MS flokkurinn er hins vegar hugsaður sem nokkurs konar út úr dúr fyrir þá sem að langar að hverfa aftur um nokkur ár og vera með opið púst og "slikka" á sínum bílum, án þess að vera að hugsa um tíma eða hraða.

Þetta er svona "hávaði og rekur" flokkur og er einfaldlega fyrir utan þennan stiga, því að bílar úr þessum flokki gætu verið gjaldgengir í MC, SE og GF flokk.

Málið er bara að MC reglurnar voru notaðar sem grunnur og það átti eftir að slípa flokkinn til.

Og svona í "nostalgíu" vímunni var ég mynntur á að hér á árum áður voru 29,5x11,5 slikkar hvað vinsælastir og núna eru 30x10,5 næstir þessu og eru vinsæl dekk þannig að þar kom hugmyndin.
Síðan til að jafna þetta milli bíltegunda og líka til að fara eftir öryggis reglum, þar sem dekkin mega ekki standa út fyrir er lagt til að það megi "mini tubba".

Kv.
Hálfdán.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Kristján F

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 788
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.
« Reply #3 on: January 07, 2009, 19:12:57 »
Sælir félagar

Ég verð nú að taka undir það sem Árni er að benda á hér.Mér hefði þótt eðlilegra að til að halda þessum þrepum að þá hefði verið praktískara að breyta núgildandi dekkjastærð úr 28x9x15 í það að hámarkshæð dekkjanna mætti ekki vera hærri en 28". Svo að fara að leyfa minitubb í þessum flokki og banna það í SE setur þrepakerfið enn meira úr skorðum.
__________________
Kristján Finnbjörnsson

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.
« Reply #4 on: January 07, 2009, 21:38:42 »
Já Se er orðinn eins og risaeðla þarna með eitthvert barna vélalimit,púst og eitt og annað sem hinn bannar ekki.Það eina sem Se leyfir sem hin leyfir ekki er race gas og crank trigger.Það er eitthvað skrítið við þetta að í sterkari flokk þurfir þú að vera með minni vél,púst og dot dekk ekki satt?Það þarf að halda þrepakerfinu á floti eins og krónunni.Kv Árni Kjartans
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.
« Reply #5 on: January 07, 2009, 22:34:18 »
Sælir félagar.  :!:

Ég var að koma af fundi reglunefndar þar sem að ég sagði mig úr nefndinni. :evil:

Mínar tillögur að reglubreytingum standa þó áfram þangað til reglunefndin ákveður annað.

Kv.
Hálfdán. :roll:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.
« Reply #6 on: January 07, 2009, 22:52:30 »
Leitt að þú skildir hafa gert það Hálfdán þar sem þú veist nú svo helvíti mikið um þetta stöff.Er alls ekki að gagrýna þínar tillögur heldur að spá hvort að Se sitji ekki eftir.Kv Árni Kjartans
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.
« Reply #7 on: January 08, 2009, 09:35:53 »
Nei ætli það hafi nokkuð verið þú Árni hehe :)  Hann væri nú varla að setja þetta á netið ef hann vildi ekki gagnrýni :)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.
« Reply #8 on: January 08, 2009, 21:34:06 »
Þetta hljómar mjög vel... það vantaði minitöbb flokk.
en hvað flokkastigann varðar, má þessi ekki bara fara uppfyrir SE, og leifa racegas og það sem er leift í SE

finnst það þægilegri lausn..

Já eða auka vélastærð púst slikka og minitöbba í SE... either way nánast sami flokkurinn, bara spurning um nafn.
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.
« Reply #9 on: January 08, 2009, 22:31:49 »
Góðan daginn. Er nú ekki alveg óþarfi að fara leyfa mini tubbing í MS. Af hverju er alltaf verið hræra með flokka? Einbeitum okkur á að halda keppnir með sóma þannig að menn nenni að keppa.

Bíll sem er mini tubbaður hvert fer hann í dag?

mbk Harry Þór
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.
« Reply #10 on: January 08, 2009, 22:39:46 »
Ég sé ekki betur en að mini tubbaður bíll geti bara farið í GF.

kv
Guðmundur
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.
« Reply #11 on: January 08, 2009, 22:59:22 »
gf eða of..

minitöbbaður bíll á margfalt meira sameiginlegt með stock bíl en full több.
maður er oft ekki að græða nema 2 tommurá breidd á að minitöbba

Cudan mín (ef hún hefði verið í lagi og á spjöldum) hefði farið í GF útaf minitöbbun, bíllinn á ekki heima þar
í núverandi mynd, algerlega stock grind og fjöðrun og rétt hægt að troða undir hann þessu dekki
sem er verið að ræða hér, 30x10,5.
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Kristján F

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 788
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.
« Reply #12 on: January 08, 2009, 23:07:37 »
sko þetta dekk sem er verið að leggja til er alltof stórt.28" max að mínu mati á hæðina í þennan flokk.Svo með hvort að bílarnir megi vera mini többaðir eða ekki er kannski ekki aðalatriðið þegar takmörkin liggja í dekkjastærð. Svo er aftur hitt að með því að hleypa þessu í gegn þá aukast bara þversagnirnar í því flokka kerfi sem við erum að nota.Flokkakerfið verður að vera þannig að þú getir byrjað í MC og flutt þig svo á milli flokka eftir því sem þú þróar þitt keppnistæki.Það gengur bara ekki upp að leyfa breytingar í flokki sem eru ólöglegar í næst flokki fyrir ofan.
__________________
Kristján Finnbjörnsson

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.
« Reply #13 on: January 09, 2009, 01:33:12 »
Þó ég sjái ekki fyrir mér að ég muni keppa í þessum flokkum verð ég að tjá mig..

Ég hélt í sakleysi mínu að flokarnir væru þannig að maður byrjaði í einum flokk.. Svo kaupir maður og gerir og græjar og færir sig einum flokki ofar.. o.s.frv.. 

En ef það á að skemma það fyrirkomulag erum við komnir í vanda ekki satt?

Ég er sammála því að það þurfi að passa vel upp á þann hluta í þessu öllu... Að það verði byrjendaflokkur og svo stærri og stærri..  Ekkert í MS má vera bannað í næstu fyrir ofan..  Það segir sig bara sjálft..  Annað væri heimskulegt..
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.
« Reply #14 on: January 09, 2009, 03:19:59 »
Þar sem allir bílar eru ekki fæddir jafnir þá er það þversögn að leyfa x stór dekk en þeir bílar sem koma þeim ekki undir meiga ekki többa til þess að vera jafnir hinum eins og stebbi segir

Fynnst að það ætti að horfa til þeirra bíla sem eru á klakanum og vilja keppa,algengustu dekkjastærðirnar ect.. í stað þess að copy allt úr erlendu flokkunum og reyna að vera pró,í dag er slikkapar ekki ódýrt


Bracket flokkarnir eru byrjendaflokkar enda er ekki skilda að gera neitt við bílana annað en að velja sér skynsamlegan flokk.
þegar þú velur þér Reglu-flokk ertu að velja flokk til að ná sem mestu úr bílnum án þess að brjóta reglurnar,það er keppnis


það er voðalega leiðinlegt að smíða sér bíl sem síðan er ölöglegur í flokknum eftir 1 ár eða kanski breytist 2svar meðan á smíðinni stendur þessvegna væri ágætt að halda reglum 3ár í senn amk til það það byggist upp samkeppni í þeim
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.
« Reply #15 on: January 09, 2009, 12:47:50 »
Sælir það er bara svo margt sem Ms leyfir í dag sem er ekki ok í Se þannig að vandinn er til staðar nú þegar.Tökum dæmi í bæði Mc og Ms er leyft að vera með mótor sem er 560 cid og í Mc er 100cid yfir stæðstu vél frá framleiðanda svo að BBF getur verið 557 cid end on and on í Se er hins vegar 515cid limit þannig að þarna er kominn árekstur.Ms leyfir opnar flækjur og slikka en í Se þurfa menn að vera með púst og dot dekk.Þannig að þetta er að verða svolítið ruglingslegt allt saman.Þannig að í raun þarf að fara uppfæra Se í átt að hinum flokkunum í vélarstærð og þyngdum og í Se mætti vera 30x10.5 slikkar max eða eitthvað svoleiðis.Hvort leyft sé að mini többa eða ekki verður bara að skoða en það eru til bílar sem taka svona dekk ó többaðir.Er þetta ekki eitthvað sem þarf að fara hugsa um sé litið til framtíðar.Kv Árni Kjartans
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.
« Reply #16 on: January 09, 2009, 14:02:37 »
Sælir félagar. :)

Kanski mál að koma með smá útskýringar á þessari tillögu minni.

Eins og stendur í tillögunni þá var MS/flokkurinn aldrei hugsaður þannig að hann ætti að passa inni í flokkastigann (MC/, SE/, GF/).
Hann er nokkurskonar sjálfstæður flokkur þar sem að aðeins meira er leyft en í MC og SE, en ekki eins mikið og í GF.
Þetta er flokkur fyrir keppendur sem vilja skemmta sér og áhorfendum, já og vilja hverfa aftur um nokkur ár varðandi búnað og fleira.

Þetta dæmi með "mini tubbing" er það að hér heima eru nokkrir bíla sem að passa ekki inn í neina flokka þar sem að smíðaðar hafa verið í þá nýjar hjólskálar sem að ekki eru eins og þær upprunalegu, en taka samt ekki stærri dekk en þau sem að hægt var að koma undir bílinn upprunalega.
Er ekki hálf bjánalegt að banna bíl í flokk sem að stenst algerlega til að mynda MC/, SE/ og MS reglur, bara af því að smíðaðar hafa verið í hann nýjar hjólskálar sem að líta ekki eins út og þær gömlu (original) en samt komast ekki undir bílinn stærri dekk en 275x60x15. :?:
Skiptir útlit sem að enginn sér virkilega svona miklu máli þegar þetta breytir engu um þá dekkjasærð sem að kemst undir viðkomandi bíl. :?:

Hvað varðar slikka og dekkjastærð þá var mér bent á það í fyrra að í upprunalega MS/flokknum hefðu 29,5x11,5x15 slikkar verið með vinsælli dekkjum.
Þessi stærð af slikkum er frekar dýr miðað við aðra þannig að mér fannst ágætt að setja inn 30x10,5 sem myndi þá líka gera viðkomandi bíl samkeppnisfærari í flokki eins og GF, ákvæði eigandinn að fara upp í þann flokk.
Hins vegar er alltaf spurning hvort að það borgi sig að setja stærri dekk undir bíl þar sem að það er að mörgu að hyggja við val á dekkjum eins og til dæmis mótstaða sem að er í stærri dekkjum.
Dekk af stærðinni 28x9x15 voru særstu slikkar sem að þú máttir nota í "Standard" flokki fyrir 20 árum síðan.
Í dag má nota 29" há dekk í þeim flokki.
En hvað um það mér fannst bara sniðugt að færa okkur nær "nostalgíunni" og í leiðinni gefa keppendu tækifæri á því að fara í fleiri flokka á jafnréttisgrindvelli heldur en nú er gert.
Og þar inn í kemur "mini tubbing" líka.

Á þeim árum sem að MS/ flokkurinn var keyrður sem sagt 1978-1982 þá var það vaninn að hækka bíla upp og troða undir þá breyðustu dekkjum sem að hægt var að fá.
Þetta leiddi til þess að helmingur og stundum stærri hluti dekkja stóð út fyrir yfirbygginu.
Í dag er þetta bannað.
Öll dekk verð að vera inna yfirbyggingar á "boddý bílum", þess vegna legg ég til að leyft verði að "mini tubba".
Það er síðan að sjálfsögði í valdi hvers og eins keppanda að velja dekk sem henta undir viðkomandi bíl.

Vona að þetta útskýri hlutina betur.

Kv.
Hálfdán. :roll:
(ekki í reglunefnd lengur)
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.
« Reply #17 on: January 09, 2009, 15:01:29 »
HÆ. Er sammála því að minitub er kanski i lagi ef við höfum takmörk á dekkjastærð. Ms er sá flokkur sem ég gæti hugsað mér að prófa næst, slikkar og opið púst.

Breytum flokkum sem minst.

mbk Harry
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.
« Reply #18 on: January 09, 2009, 15:06:46 »
Gott svar, takk fyrir það Hálfdán :)
Ég er búinn að vera að misskilja þessi þrep svolítið.. Fannst MS vera RS amerísku bílanna..
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.
« Reply #19 on: January 11, 2009, 15:56:01 »
Sælir félagar. :)

Mig langaði bara að benda á varðandi dekkin, að þegar reglurnar voru skrifaðar þá var farið eftir gömlum dekkjareglum í "standard flokki" og þar var stærðin 28"x9".
Samkvæmt nýjustu reglubók NHRA er leyfileg dekkjastærð í "standard" í dag 30"x9". :!:

Bara svona til að sýna þær breytingar sem að hafa orðið í flokknum.

Sæll Valli.

Það er kanski hægt að segja að MS/ sé svona "lífstílsflokkur" :P

Kv.
Hálfdán. :roll:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.