Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
1970 Pontiac GTO
Moli:
Innfluttur í Júlí 2005 og búinn að liggja í Keflavík síðan í Nóvember 2005. Flottur og vel sprækur bíll sem þarfnast umhyggju hér og þar, en samt alveg hrikalega gaman að keyra þetta! Naut mín vel í kvöld í rigningunni og myrkrinu á Reykjanesbrautinni með 406 kúbikin í húddinu og 4 gírana í gólfinu.
Ég fékk eBay pappírana með honum og var hann tekinn duglega í gegn áður en hann kom til landsins, segir í lýsingunni að hann sé upphaflega rauður og þetta sé "numbers matching" bíll en skilst samt að heddinn séu af '71 bíl. Vélin átti að hafa verið nýupptekinn áður en hann kom til landins. Bíllinn er með close ratio 4 gíra kassa og með 3.73 drif og læsingu. Hann stóð að vísu úti í Keflavík hjá fyrri eiganda í einhvern tíma en eins og ég sagði þarfnast smá umhyggju hér og þar, ekkert sem ekki má laga.
Það sem var keypt nýtt og endurnýjað í honum áður en hann kom til landsins 2005 er:
Vél upptekinn og boruð í .030
Upptekinn Muncie M-22 (frekar en M-21)
Nýjar felgur og dekk
Nýtt í fjöðrun
Bensíntankur tekinn í gegn
Nýtt í bremsum
Nýir gúmmíkantar í kringum hurðir
Nýir speglar
Ný innrétting, toppklæðning, sæti og mælaborð.
Nýtt Flowmaster púst.
Sprautaður 2005, en undirvinnan ekki upp á sitt besta og lakkið ber þess merki.
Skelli inn tveim gömlum myndum, tek betri við tækifæri! 8-)
Gilson:
Glæsilegur hjá þér magnús, til hamingju með kaggann og ég ætla að fá 1 stk rúnt hjá þér við tækifæri 8-)
Camaro-Girl:
Það er gott að sjá þig loks verða að manni :-"
annars geggjaður bíll til lukku
Kimii:
Helvíti er þetta nú andskoti fallegt svo ég afsaki nú orðbragðið.... allveg sultugott
Guðmundur Björnsson:
Til hamingju með GTO!!!!! \:D/
EN BARA Í GUÐANA BÆNUM EKKI SELJAN ÚT!!!!!!!!!!!! [-X
Lofar þú því :mrgreen:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version