Er með smá vesen hérna og langar að fá ykkar álit á þessu..
Ég er semsagt með bensínmæli sem sýnir alltaf 0, sama hve mikið bensín er á tankinum. Ég skoðaði vírana og komst að því að núverandi vírarnir eru ekki original en ég held að það sé ekki vandamálið, ég aftengdi vírana úr tankinum, mældi og fékk straum úr þannig að það lítur út fyrir að vera skynjarin í tankinum, því að hann leiðir ekkert í gegn þó að það sé eitthvað á tankinum.. Svo að ég er að pæla hvort það sé hægt að nota einhverja "made in sveitin" leið til að komast að bensínmagninu í bílnum þar til færi gefst að fá nýjan tank frá usa?? Eða jafnvel að einhver ætti þetta hér??