Kvartmílan > Spyrnuspjall
Tillögur að reglubreytingum - RS
Guðmundur Þór Jóhannsson:
Sælir félagar.
Hér eru tillögur að breytingum á RS flokknum.
Hækka slagrými úr 4000cc í 4400cc - þetta er gert til þess að t.d. SRT-4 og Impreza WRX 2.5l komist inn í flokkinn
Einnig þá tókum við langa umræðu um það hvernig hægt sé að limita flokkinn þannig að hann fari ekki niður í 10sek þar sem að þetta er byrjenda flokkur.
Það sem að var rætt var hvort það ætti að þurfa original púst, loftinntaks þvermál væri takmarkað, eða takmarkanir á forþjöppu stærð.
Okkur fannst allar þessar hugmyndir hafa mikla annmarka, hvort sem það var út af eftirfylgni eða bara einfaldlega vegna þess að margir bílar sem myndu keppa í þessum flokki væru hvort eð er komnir með t.d. stærra púst.
En sú regla sem að við ákváðum að láta reyna á er að takmarka flokkinn við veltiboga tíma/hraða sem sagt 11.49/120mph - eins og fyrr sagði þá er þetta gert til þess að flokkurinn fari ekki niður í 10sek sem hann myndi annars gera á endanum.
Reglunefnd
Guðmundur Þór Jóhannsson
Gunnar Sigurðsson
Hálfdán Sigurjónsson
Ingólfur Arnarson
Magnús Finnbjörnsson
e-mail reglur@kvartmila.is
Daníel Már:
Það mun enginn keppa í þessum flokk ef það verður regla um það að hafa orginal púst.. það segir sig nokkuð sjálft.
Guðmundur Þór Jóhannsson:
Akkurat þess vegna var fallið frá því.
Vildi bara láta fólk vita af því hvað við ræddum um og hvaða möguleika við skoðuðum áður en að við komumst að niðurstöðu með veltibogann.
kv
Guðmundur Þór
gstuning:
Allar svona reglur enda alltaf á einhverjum X tíma sem er ekki hægt að komast í gegnum útaf reglunum.
Til að spara mönnum leitina þá held ég að svona tíma regla sé mjög sniðug.
Fullt af bílum sem myndu passa í RS sem gætu farið undir 10sek í núverandi reglum.
baldur:
--- Quote from: gstuning on January 06, 2009, 00:05:15 ---Allar svona reglur enda alltaf á einhverjum X tíma sem er ekki hægt að komast í gegnum útaf reglunum.
Til að spara mönnum leitina þá held ég að svona tíma regla sé mjög sniðug.
Fullt af bílum sem myndu passa í RS sem gætu farið undir 10sek í núverandi reglum.
--- End quote ---
Já, og væru í raun mikið betur settir ef þeir myndu breyta ýmsu sem RS reglurnar banna frekar en að vera að sjá hvað þeir komast langt innan þess ramma. (Mátt lítið eiga við fjöðrun til dæmis)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version