Author Topic: Hvað er neikvætt við sandspyrnubraut á svæði KK  (Read 3131 times)

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
Hvað er neikvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« on: December 13, 2008, 14:35:58 »

Menn hafa svo mismunandi skoðanir og sjá mismundi vinkil á þessu máli.

Ég sé mörg vandkvæði á svona brautargerð og að öllum líkindum er svona braut rándýr !

Keppnishaldið flókið og erfitt að halda utanum það.

Óvinsælt sport ! Fáir keppendur og áhangendur í kringum þá.

KK myndi minnka um helming í félagatali !

Vinsamlega vera málefnalegir.
stigurh

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Hvað er neikvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #1 on: December 13, 2008, 15:02:42 »
Quote
KK myndi minnka um helming í félagatali !

Skil ekki þessa línu..  Hættir fólk að keyra á kvartmílubrautinni ef það verður búin til sandspyrnubraut?

En að öðru leiti jú, þetta eru ekki bara nokkur hlöss af sandi, það er mál að búa til svona braut og viðhalda..
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Re: Hvað er neikvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #2 on: December 13, 2008, 16:20:24 »
Það eina sem er neikvætt og skiptir máli NÚNA er að pæling í að gera sandspyrnubraut þarna tekur athygli og tíma frá kvartmílubrautinni sem þarf aðhald NÚNA!

Byrjum á malbiksræmunni, hitt getur komið seinna.
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Hvað er neikvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #3 on: December 13, 2008, 20:17:38 »
Þetta bara meikar ekki sens að vera að hugsa um sandspyrnubraut núna eins og Einar Möller bendir á(og hann er nú bjartasta voninn :D)Við þurfum að huga að Kvartmílubrautinni því tækinn verða öflugri og öflugri en brautinn okkar gefur eftir með árunum.Það er til nóg að sandfjörum sem hægt er að notast við í bili í sandspyrnu en það er bara ein kvartmílubraut eins og við allir vitum.Þetta er því langt frá því að vera tímabært að leiða hugan að þessu ekkert að því að skoða þetta seinna þegar tími og fjármagn gefts til.Sandspyrna er örugglega gríðalega skemmtileg að keppa í og mér finnst mjög gaman að horfa á hana en bara eitt í einu og það er brautinn okkar góða.KV Árni Kjartans
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Hvað er neikvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #4 on: December 14, 2008, 16:12:15 »
Eg skil ekki þessa umræðu því stjórn hefur ekki rætt um það að á stjórnarfundi að setja sandspyrnubraut á svæðið.
Þetta hefur verið rætt lítillega hér á spjallinu.
Það er búið að kalla til malbikssérfræðinga og erum við að bíða eftir þremur tilboðum í brautina.
Það á eftir að hanna og teikna svæðið upp eins og það á eftir að líta út til framtíðar og er Hafnarfjarðarbær að leita að færum arkitektum til þess verkefnis. Þegar sú vinna er búinn er fyrst hægt að skoða sandspyrnubraut á svæðinu, ekki fyrr. Ég bið félagsmenn um að vera með tærnar aðeins nær jörðinni og þá sérstaklega í kreppunni.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Re: Hvað er neikvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #5 on: December 14, 2008, 22:49:12 »
Ég kom aðeins að sandsp. keppnishaldi hérna í denn, keppti t.d. upp á Esjumelum 1988 og var starfsmaður á keppnum þegar þær voru endurvaktar í Ölfusi " in the eitíss" og mín skoðun er sú að byggja sandsp. braut við kv. m. brautina er alveg út í hött.
Í fyrsta lagi væri nær að nota peninga í kvartm. brautina sem þarfnast nauðsynlegt viðhald, í öðru lagi er mikil vinna að gera tilbúna braut (það hefur verið gert a.m.k.tvisvar) keppnishæfa og síðan að slétta og þjappa í keppni og þar er sandurinn aðalvandamálið en það vantar leir í sandinn okkar, öfugt við í USA þar sem sandurinn er mun leirkenndari og mun betra að vinna hann til. Og í síðasta lagi erum við með frábært sandspyrnusvæði sem er Ölfussvæðið en þar eru rennisléttar brautir sem eru vökvaðar og sléttaðar nokkrum sinum á dag, gallinn við það svæði er að það þarf að setja upp ljós og aðstöðu í hvert skipti en engin kostnaður við að græja brautina til og þetta var gert oftast samdægurs.
Gunnar Ævarsson