Kvartmílan > Spyrnuspjall

Tillögur að reglubreytingum - MC

<< < (11/14) > >>

íbbiM:
ég man eftir því þegar ég var 14ára og átti 10 ára gamlan mustang, fox boddý af 87árg,og dreymdi um að græja töngina fyrir MC flokk, sem leyfði þá yngst 85árg.
 í
sem að segir manni nú það að það voru nú ekki mjög gamlir bílar sem komust upprunalega í flokkin,  mustanginn var yngri þá, heldur en camaroinn minn er í dag.

auðvitað vilja allir halda alvöru MC flokk, þar sem gamlir snyrtilega græjaðir Muscle cars keppa við hvorn annan,  en ég skil alveg hvað ingólfur er að segja, sportið er búið að vera alveg óhemjudautt núna, og eina mætingin af ráði er á æfingarnar, sem segir manni nú að það er eitthvað að, fyrst að það eru allir til í að koma og keyra, en nánast enginn vill keppa

ég væri vel til í að mæta á mínum camaro í kepni,  en ég vildi þá helst keppa við aðra svpaða bíla,  mér þætti bara gaman að keppa við eldri bílana sem og þá yngri,  maður má mæta með 1st 2nd og 3rd gen í sama flokk, en svo ekki 4th gen,   maður má mæta með 3rd gen upp að 84, en þarf svo að fara í annan flokk ef maður er með 83-92

það sem ég vill hinsvegar ekki er að keppa á móti bíl sem er fjórhjóladrifinn t.d

ég veit ekki hvað það er sem veldur, en það er miklu meiri áhugi fyrir æfingum heldur en kepni, ég t.d hef 0% áhuga á kepnunum, en mæti sem áhorfandi eða keyrandi á nánast hverja einustu æfingu, síðan þær byrjuðu, ég hef engan áhuga á að keppa í kepni, mig langar bara að mæta og keyra og reyna koma bílnum mínum neðar, ekki í kepni við neinn, og ég held að það gildi nú alveg um fleyri en mig,

ég myndi stiðja að MC væri opnaður fyrir amerískum bílum með v8, það verður bara kúl að sjá tjúnaðan 99 camaro vs tjúnaðan 69 camaro..   eða srt8 charger reyna halda í við 66 charger og svo frms,   

þýskir v8 bílar eiga finnst mér ekki heima þarna, þar erum við að tala um eldri bílana sem keyra flestir 14 eitthvað, (E500/M5 540, E420 og flr) og svo yngri bílarnir, sem keyra lágar 12 niður í háar 11(E55 kompr,E60 M5 Rs4 og flr)

ég man ekki eftir mörgum v8 áfturdrifnum japönskum fólksbílum sem heita ekki lexus eða infiniti, ég sé ekki fyrir mér grimma aðsókn að þeirra hálfu

Moli:
Hvernig hefur reglunefnd tekið í að breyta MC flokk þannig að leyfð verði DragRadial dekk og 3" púst, hefur það verið rætt?  :-k

Ég veit amk. fyrir víst um 3-4 keppendur með nokkuð öfluga bíla sem langar til að mæta í MC flokk ef 3" púst og Drag-Radial dekk verði leyfð, alveg er ég viss um að fjölgunin yrði meiri en þá er kominn sú hætta á að bíll detti niður fyrir 11,49 og þurfi þar af leiðandi boga. Þá er spurning um að uppfæra þá reglu, hvort það sé í lagi að miða við 11 sek. eða miða búr við endahraða?

Kristján F:

--- Quote from: Moli on January 13, 2009, 21:58:38 ---Hvernig hefur reglunefnd tekið í að breyta MC flokk þannig að leyfð verði DragRadial dekk og 3" púst, hefur það verið rætt?  :-k

Ég veit amk. fyrir víst um 3-4 keppendur með nokkuð öfluga bíla sem langar til að mæta í MC flokk ef 3" púst og Drag-Radial dekk verði leyfð, alveg er ég viss um að fjölgunin yrði meiri en þá er kominn sú hætta á að bíll detti niður fyrir 11,49 og þurfi þar af leiðandi boga. Þá er spurning um að uppfæra þá reglu, hvort það sé í lagi að miða við 11 sek. eða miða búr við endahraða?

--- End quote ---
Þeir geta mætt í MS og keyrt þar og geymt 3" pústin í pittinum á meðan.

Kristján Skjóldal:
af hverju alltaf að ráðast í að breita reglum :!: td MC var sá flokkur sem var skemtilegastur í sumar þó fáir hafi verið =D> en svoleiðis var bara þetta sumar mjög lélegt  :evil:það er td orðinn frétt þegar það gerist sem gerðist í sumar að það voru flestir í OF  #-oþað þíðir að það er eitthvað að og það kemur ekkert MC við bara fólk hafði ekki áhuga á að mæta og ekki vel auglýst vont veður og lélegt keppnishald vegna manleisu og fleira og fleira það koma keppendur ef þetta er allt í lagi og mæta í þessa flokka sem eru til og smíða bila eftir þeim kveðja KS :-#

maggifinn:

--- Quote from: Moli on January 13, 2009, 21:58:38 ---Hvernig hefur reglunefnd tekið í að breyta MC flokk þannig að leyfð verði DragRadial dekk og 3" púst, hefur það verið rætt?  :-kÉg veit amk. fyrir víst um 3-4 keppendur með nokkuð öfluga bíla sem langar til að mæta í MC flokk ef 3" púst og Drag-Radial dekk verði leyfð,

--- End quote ---

 Hafa ákkúrat þessir 3-4 keppendur svo mikið sem mætt á æfingar? keyrt á þessum dragradial dekkjum sínum? eiga þeir dragradialdekk yfir höfuð? ég leifi mér að efast um það.

Ég minni á að það er enn smá möl sem þarf að keyra á til að komast uppá braut.

Það er alveg nákvæmlega sama hvað gert er og sagt er það eru allstaðar til menn sem þykjast vilja keppa í kvartmílu en segjast ekki geta það vegna þess að þeim er mismunað á einhvern hátt.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version