Kvartmílan > Spyrnuspjall
Tillögur að reglubreytingum - MC
Harry þór:
Sæll Ingó. Það var mjög gaman í Mc í sumar. Hefði verið miklu skemmtilegra ef fleiri Mc bílar hefðu mætt. Ég get ekki betur séð en að við séum með flokk fyrir new mc bíla - MS flokk. Geymum og verndum MC flokk í anda bílana sem þar keppa. þó keppendur hafi verið fáir í Mc var það nú samt flokkurinn sem setti flest íslandsmet í sumar auk sem verðlaun fyrir spyrnu sumarsins fór til keppanda í MC.
Munum það að það eru fullt af MC bílum til og þeir koma einn daginn.
Hvað bíla erum við að tala um sem kæmust í MC eftir breytingar?
Hverjir eru það sem vilja breyta MC ?
Hvað mælir gegn því að þessir new mc bílar sem virðast vera flokkalausir keppi í MS?
mbk Harry Þór
Þröstur:
Sæl öll.
Þessar breytingatillögur frá nefndinni bera vott um skort á framsýni, MC bílum hefur snar fjölgað undanfarin ár þannig að líkurnar
á að menn komi og keppi í óbreyttum MC flokki hafa aukist, en ég er hræddur um að þessar tillögur dragi úr áhuga
þeirra manna sem eiga þessa gömlu bíla.
Kveðja
Þröstur.
Chevelle LS6
12.49 60 fet 1.73
Ingó:
Sæll Þröstur, Harry,Ragnar og allir hinir.
Eins og við sjáum þetta þá er MC eini flokkurinn sem er fyrir V8 bíla á radial dekkjum. Þetta er aðal atriðið. Það er fjölmargir sem eiga kraftmikla MC bíla nýlega og gamla. Ég skil áhyggur ykkar varðandi nýju bílana en hún er að mínu mati óþörf. Ef menn lesa reglurnar þá sjá menn það að ekki má vera með dry sump olíukerfi, ekki má skipta um spíssa ,ekki má nota blásara eða nos. Þetta útilokar bíla eins og Viper,Corvette C6 Z06 , Cobra Mustangana og ýmsa fleiri ofur bíla. Ef menn skoða flóruna sem eftir standa t.d. Corvette C5 z06 sem er trúlega öflugasti bíllin sem kæmist í MC þá fer standard þannig bíll á 12,5-13 sek. Besti tími sem ég hef náð á rauðu Corvettuni sem et vel heit er 12,28 á radial og af sjálfsögðu ekki með spólvörnina á.
Eru men sem eiga gamla MC bíla með fordóma gagnvart nýu MC ? ég held ekki en menn vilja vita út á hvað málið gengur og það skil ég.
Við erum að stefna á fund með keppendum í MC þ.a.s. eins og hann hefur verið undanfarinn ár. Ég bið ykkur sem hafið áhuga á þessum fundi að senda mér póst með símanum sem ég get náð ykkur í.
Kv Ingó. :)
ing@simnet.is
8970163
Geir-H:
En að einu þessi flokkur heitir MC (Muscle Car) missir hann ekki meininguna ef þýskum og japönskum bílum yrði hleypt þarna inn ég er á báðum áttum með þetta veit ekki hvort að þessi breyting sé til hins betra
Heddportun:
Mér fynnst þetta vera hættulegt með að breyta flokknum og hugsanlega fæla frá gömlu kappana og keppnina milli þeirra
Það er mjög stór aftermarket fyrir þessa nýju bíla með Lsx,Modmotors,Hemi ofl. og fynnst mér ekki rétt að skilja þá útundan,það eru til margir breyttir Late model bílar hérna í smíðum heima sem hafa ekki komið upp á braut eða eru að klárast í sumar
Ég og Geir vorum að spjalla um þetta og Það eru til skemmtilegir flokkar sem væru sniðugt að setja þá í kallast Late Model EFI
http://www.nmcadigital.com/rules/lm_efi.html
http://www.nmcadigital.com/rules/lsx_dr.html
Væri hægt að bæti inn bílum sem eru milli flokka hérna heima t.d 86+ Camaro og þeim.foxbody ect.. Jafnvel þýsku bílunum
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version