Kvartmílan > Spyrnuspjall
Tillögur að reglubreytingum - MC
Ingó:
--- Quote from: 1966 Charger on December 22, 2008, 12:03:18 ---Blessaður Ingólfur
Við vitum ekki hvaða leið er best vegna þess að við höfum takmarkaðar upplýsingar um stöðuna núna hvað þá um komandi sumar.
Ég er nú ekki jafnsvartsýnn og þú á að small-block bílar eigi ekki sjens í MC. Með núverandi MC reglum má nota léttan bíl með small-block með algengar vélarstærðir á bilinu 440-460 ci. Séu slíkar vélar hannaðar frekar fyrir hestöfl en tog (vinna mest á síðari hluta brautarinnar miðað við startið) þá geta þær rústað núverandi MC meti og legið í veltibogatíman.
Sæll Ragnar.
Ég hef ekki orðið var við marga bíla í MC með SB og ég veit ekki til þess að það sé til extra léttir Camaro og Charger þó svo að þeir séu með SB.
Ég get ekki séð hverjir vilji sérsmíða MC bíla á radial dekkjum til að ná niður í 11,49 en þetta hljómar eins og formsatriði hjá þér að gera þetta. Vill þannig til að ég á verulega öfluga TT Corvettu og hún er ókeyrandi á radial fyrir utan að vera stór hættuleg. Til að ná niður í 11,49 á radial þarf endahraðinn trúlega að vera 130-140 mílur.
Ég skil ekki þessa flokkafjölgunarfælni. Mér finnst alveg sjálfsagt að fjölga flokkum EF víst er að keppendur koma í þá.
Varðandi flokkafælni er ekki frekar breytingafælni hjá keppendum í MC?
Kv Ingó.
Hálfdán er búinn að vera að þýða flokkareglur frá því elstu menn mældu fyrst 402,33 metra hérna. Stundum hafa slíkar þýðingar komið vel út en stundum ekki. En við keppnisflokkareglusmíðar hefur haglabyssuaðferðin stundum verið notuð; það er að þýða fyrst og spyrja svo hvort einhver vilji vera með (skjóta fyrst og skoða svo hvort einhver högl rötuðu á réttan stað). Hvernig væri að snúa þessu við? Væri ekki ráð að reglunefndin gerði könnun (ekki nafnlausa) meðal lesenda þessa þráðar SEM eiga tryllitæki SEM falla utan núverandi MC reglna OG hafa mikinn áhuga á að keppa um a: Hvort þeir vilja keppa í plain radial flokki og b: Hvort þeir vilji gera það í sérstökum ný-tryllitækjaflokki eða með fornbílunum í MC. Niðurstaða slíkrar könnunnar getur verið upplýsandi og auðveldað reglunefndinni að ákveða hvaða leið er best.
Ég sé hér að ofan að upprennandi racer (Geir) hefur áhuga á þessari umræðu og ég hvet aðra af hans kaliberi til að segja skoðun sína.
Góðar stundir
Err
--- End quote ---
Björgvin Ólafsson:
Sælir félagar!
Það er jákvætt að skoða málin og velta vöngum – en til að koma með jákvæða gagnrýni þá finnst mér persónulega kannski eitt vera að gleymast í þessum hugleiðingum með að fá inn fleiri keppendur.
Þar á ég við keppnishaldið sjálft. Það er ansi margt sem má laga, breyta og bæta í undirbúningi, framkvæmd og eftirfylgni af svona viðburðum sem ætti að verða til þess að menn myndu vilja keppa. Ég er allavega sannfærður að það myndi skila fleiri keppendum að hafa keppnishaldið meira „pro“ en að fara að hræra í núverandi flokkum eða bæta við – meðan ekki eru komnir fleiri keppendur.
Bestu kveðjur!
Björgvin
Heddportun:
Það er fínt að koma með nýja flokka til að breyta til og reyna að opna þetta aðeins nýliðum - Fækka reglum
Væri gaman að sjá FWD,RWD og AWD flokka sem og sér FI - N/A flokka
maggifinn:
--- Quote from: BadBoy Racing on December 22, 2008, 15:06:47 ---Það er fínt að koma með nýja flokka til að breyta til og reyna að opna þetta aðeins nýliðum - Fækka reglum
Væri gaman að sjá FWD,RWD og AWD flokka sem og sér FI - N/A flokka
--- End quote ---
Með þessum litlu breitingum yrði MC fyrir lítið breytta afturdrifna N/A V8 bíla.
Dodge:
Smári fyrrum methafi er með 427 smallblock, tvíka hana aðeins til, setja í fox töng með góða fjöðrun og verka úr henn vigt eins og má samkvæmt reglum þá dettur hann í boga tíma.
Hvað með flokkana sem þessir nýlegu hafa verið að keppa í? Hafa þeir ekki sloppið í GT flokk hingað til? ég lifði alltaf í þeirri trú að GT hafi verið ætlaður akkúrat fyrir þessa bíla en hafi óvart orðið lancer flokkur í stað RS sem var aftur smíðaður í það. væri ekki vit að stokka upp og laga til þarna frekar?
Tekið skal fram að ég hef ekki lesið reglurnar í þessum flokkum enda á milli, enda hefur maður tæplega geð á því að scrolla í gegnum þessar regluflækjur nema maður sé að fara að keppa í viðkomandi flokk.
Svo kannski er ég bara að vaða steypu, in which case just ignore me :)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version