Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Turkey run.
GunniCamaro:
Ég var á Turkey run og setti inn nokkrar myndir inn á http://camaro.is/ (almennt spjall - Var að koma frá USA.....................)
Þetta eru eingöngu camaromyndir en þótt það sé ekkert kvartmíluaction í kringum sýninguna er þetta eitthvað fyrir ykkur, þarna voru pro street græjurnar út um allt á sýningunni og í umferðinni.
P.S. Anton, næst þegar þú kemur á Krúser fund ætla ég og 57belair að "ræða" aðeins við þig um GM (Goverment motors)
Kristján Ingvars:
Gunni: ekki varst þú á Turkey Run núna? Ég varð aldrei var við þig :shock:
Svona ef þú ert að pæla í því hver ég er þá var ég 2005 líka með Arnari Kristjáns 8-)
Ég var að vísa alltaf annað hvort melluölvaður eða grútþunnur, kannski að það sé ástæðan? 8-[ :-"
GunniCamaro:
Blessaður Kristján, ég vissi að þið ætluðuð á turkey-ið, ég hitti frænda þinn í sumar á Akureyri þar sem ég fékk VIP meðferð, ræstir út alvöru Chevyar og rúntað með mig, takk fyrir.
Ég fór 2 daga á turkey en ég gisti hjá Orlando og keyrði uppeftir, það var eins gott að við fórum á turkey, það er óvíst hvenær við förum aftur miðað við kreppukjaftæðið og svo var ég að heyra þá kjaftasögu að Flugleiðir séu að hugsa um að hætta að fljúga á Florida og þá verður þetta snúnara að komast þangað.
SPRSNK:
Icelandair flýgur til Orlando á veturna. Frá 3. maí 2009 til 26. sept. 2009 verður ekki flogið beint til Orlando. Það er þægilegt að ferðast til Orlando í gegnum Boston og stundum ódýrara.
Brynjar Nova:
--- Quote from: GunniCamaro on December 23, 2008, 15:35:20 ---Blessaður Kristján, ég vissi að þið ætluðuð á turkey-ið, ég hitti frænda þinn í sumar á Akureyri þar sem ég fékk VIP meðferð, ræstir út alvöru Chevyar og rúntað með mig, takk fyrir.
Ég fór 2 daga á turkey en ég gisti hjá Orlando og keyrði uppeftir, það var eins gott að við fórum á turkey, það er óvíst hvenær við förum aftur miðað við kreppukjaftæðið og svo var ég að heyra þá kjaftasögu að Flugleiðir séu að hugsa um að hætta að fljúga á Florida og þá verður þetta snúnara að komast þangað.
--- End quote ---
sæll Gunni
var ekki ljúft að líða um í t.d þessari gæða novu 8-)
kv Brynjar
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version