Author Topic: "En einn" Brandara þráður  (Read 2738 times)

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
"En einn" Brandara þráður
« on: December 12, 2008, 15:18:51 »
Smá gaman svona rétt fyrir jólinn   :D


Lygasaga frá Ameríkunni.
Kona ein í Ameríku gekk með þríbura. Dag einn fór hún í banka þar sem vopnað rán var framið og lenti hún þá í miðri skothríðinni. Hún fékk þrjú skot í kviðinn en lifði árásina af sem betur fer.
Læknirinn sem skoðaði hana sagði að börnin væru ósködduð og einhvertíma myndu kúlurnar skila sér sjálfar út.
13 árum seinna kom ein stúlkan til mömmu sinnar og sagði;
“Mamma, mamma, ég var á klósettinu og þá kom ein kúla út”.
Þá sagði mamma hennar söguna af skotárásinni og þetta væri alveg eðlilegt og viðbúið.
Næsta dag kom hin stelpan til mömmu sinnar og  sagði sömu sögu og sú fyrri.
Á þriðja degi kom sonur konunnar til hennar og sagði;
“Mamma, mamma, …
og mamman tók framí fyrir honum og sagði;
”Leyfðu mér að geta, þú varst á klósettinu og þá kom kúla út?
Hann svaraði; ”Nei, ég var að fróa mér og þegar ég kláraði, þá skaut ég hundinn”.


Sá Gamli
Það vakti töluverða athygli þegar 75 ára brúðgumi skráði sig inn á hótel með ungri eiginkonu sinni.
Daginn eftir kom sá gamli skokkandi inn í matsalinn og leit mjög vel út, brosti breitt og pantaði sér allt það besta sem hægt var að fá í morgunmat.
Hann hló og sagði brandara og var auðsýnilega í frábæru skapi sem var eitthvað annað en unga konan hans, en hún kom hálftíma á eftir eiginmanninum og leit þreytulega út. Hún pantaði kaffi með svo veikri rödd að þjónninn þurfti að biðja hana að endurtaka pöntunina.
Sá gamli kláraði morgunmatinn, baðst afsökunar og fór. Þjónustustúlkan fékk þá tækifæri til að spyrja brúðina;
“Heyrðu elskan, ég skil þetta ekki. Gamli steggurinn, eiginmaður þinn, lítur út eins og milljón en þú eins og sokkin króna. Hvað er að?”
“Hann fór á bak við mig”, sagði brúðurin, “Hann sagði mér að hann hefði safnað í 50 ár! Og allan tímann hélt ég að hann væri að tala um peninga!”


Gamall maður sem hafði verið heyrnarsljór í mörg ár fór til læknis og fékk nýja tegund af heyrnatækjum. Allt í einu heyrði maðurinn frábærlega. Eftir mánuð kom maðurinn aftur til læknisins, sem vildi vita hvernig fjölskyldan hefði tekið þessari nýjung að hann gæti heyrt!
“Ég hef ekki enn sagt þeim frá þessu, en ég er búinn að breyta erfðarskránni 5 sinnum á þessum mánuði”.


Amman fór með Hrafnhildi í laugarnar sú litla var snögg að klæða sig úr og enn sneggri í sturtu enda hlakkaði hana til að koma í laugar í fyrsta sinn. Hún þaut út horfði undrandi á konur á góðum aldri sem staðsettar voru í einum hitapottinum , eftir smástund kom hún hlaupandi til baka greip í hendina á ömmu sinni og spurði hvort þær ættu ekki bara að fara heim. Amman vildi vita hvað væri að og sú litla  sagði “Þeir sjóða ömmur í potti við hliðina á sundlauginni.”


Tveir ungir menn ákváðu að veðja um hvor þeirra gætu gerð ÞAÐ oftar á einni nóttu. Þeir ákváðu að um sólarupprás að morgni myndu þeir hittast á hótelinu þar sem þeir gistu hvor með sinni dömunni og bera saman bækur sínar.

Sá ákafari af þeim tveim fór með dömuna sína uppá herbergi og byrjaði strax, þegar því var lokið strikaði hann eitt strik á vegginn og eftir næsta skipti setti hann annað strik við hliðina á því fyrra.

Þá tók hann sér stutta hvíld en sofnaði óvart og vaknaði ekki fyrr en um morguninn þegar það var farið að birta og rauk á dömuna, lauk sér af og setti þriðja strikið á vegginn. Það mátti ekki seinna vera því hinn vinurinn var kominn í heimsókn til að athuga hvernig hafi gengið. Hann leit á vegginn og sagði;

“Andsk…..hundrað og ellefu,,,,, þú hefur vinninginn, toppar þessi þrjú skipti mín.”



« Last Edit: December 12, 2008, 15:27:07 by Hera »
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Re: "En einn" Brandara þráður
« Reply #1 on: December 12, 2008, 15:28:34 »
Hagnýt ráð við tölvunotkunn nú eða kallinn
Ágæta tæknideild.
Á síðasta ári fékk ég mér uppfærslu úr Boyfriend 5.0 í Husband 1.0.Fljótlega á eftir tók ég eftir því að nýja forritið átti í örðugleikum með að aðlagast þeim forritum sem fyrir voru og takmarkaði til dæmis aðgang minn að blóma og skartgripaskránum sem hafði verið ekkert mál að opna með gamla forritinu Boyfriend 5.0. Ekki nóg með þetta heldur eyddi Husband 1.0 mörgum mikilvægum forritum eins og t.d. Hot-sex 1.0 og Romance 9.9 en setti inn önnur forrit sem ég kærði mig ekkert um eins og NBA 3.0 og Formula 6.0. Forritið Conversation 8.0 virkar ekki lengur og ef ég ræsi upp HouseCleaning 2.6 hrynur kerfið. Ég hef prófað viðgerðarforritið Nagging 5.3 til að laga þetta en ekkert gengur.
Hvað get ég gert ?
Kveðja Baby
Ágæta Baby
 
Hafa ber í huga að Boyfriend 5.0 er eingöngu skemmtiforrit meðan að Husband 1.0 er stýrikerfi. Prófaðu að slá inn skipunina “C:\ITHOUGHT YOU LOVED ME”
og ræsa síðan upp viðgerðarforritið Tears 6.2. Stýrikerfið Husband 1.0 ætti að bregðast við með því að ræsa sjálkrafa upp Guilty 3.0 og Flowers 7.0. Passaðu þig á að ræsa ekki upp Beer 6.1 sem býr til “Snoring Loudly” hljóðskrár eða forritið MotherInLaw 1.0. Ekki reyna heldur að ræsa annað
Boyfriend forrit. Þetta eru forrit sem stýrikerfið Husband 1.0! styður ekki og gætu valdið algjöru kerfishruni. Í stuttu máli er Husband 1.0 frábært forrit, en er með takmarkað minni og er ekki fljótt að læra að vinna með nýjum forritum. Þú gætir prófað að kaupa hjálparforrit til að bæta virkni Husband 1.0. Við hér á tæknideildinni mælum sérstaklega með HotFood 3.0, Lingerie 5.3 og Keep-a-nice-body 10.1
Kær kveðja
Tæknideildin

Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Re: "En einn" Brandara þráður
« Reply #2 on: December 12, 2008, 15:33:08 »
Jólalagið með Baggalút er alger snilld lagið er á þessari síðu: http://www.123.is/ruttla/blog/record/325748/

Mæli með að þið hlustið á þetta  :smt043
Textin er hér:

Allflestar útgönguspár
eru á eina lund;
þetta var skelfilegt ár.
Hér út við heimskautsins baug
hnípin þjóð - þráðbeint á höfuðið flaug.

Allt þetta útrásarpakk
át á sig gat
svo loftbólan sprakk.
Nú eru lífskjörin skert, mannorðið svert,
Hvað hafið þið gert?

Það koma vonandi jól
með hækkandi sól.
Við skellum könnu upp á stól
og Sollu í kjól.
Þrátt fyrir allt
þrátt fyrir verðbólguskot
- þjóðargjaldþrot.

Við áttum íbúð og bens
og orlofshús.
Allt meikaði sens.
Góðgerðir gáfum og blóð
greiddum í - dulítinn séreignasjóð.

En nú er allt þetta breytt og eftir er
nákvæmlega ekki neitt.
Já nú er útlitið dökkt
ljósið er slökkt
og við erum fökkt.

Það koma vonandi jól
með hækkandi sól.
Þó vanti möndlu í graut
og amerískt skraut.
Þrátt fyrir allt
þrátt fyrir háðung og smán
- myntkörfulán.

Það koma vonandi jól
með hækkandi sól.
Við étum á okkur gat
af innlendan mat.
Og þrátt fyrir allt
misnotum sykur og salt.

Það koma vonandi jól
með hækkandi sól.
Við krössum afmælið hans
- heimslausnarans.
Því að þrátt fyrir allt
drekkum við mysu í malt.


Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.