Author Topic: Til sölu: Ford F-150 Lariat XLT árgerð 1989  (Read 2134 times)

Offline Axel_V8?

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Til sölu: Ford F-150 Lariat XLT árgerð 1989
« on: December 09, 2008, 22:33:08 »
Ford F-150 XLT Lariat '89 með 5.0 V8, flækjum opnu pústi og BEINSKIPTINGU.

Einnig er lokað BOX á pallinum.



Hann er ekki á númerum og hann var með endurskoðun þegar þau voru lögð inn í maí '08 minnir mig.


Það var sett útá ýmislegt í skoðun en félagi minn sem átti bílinn á undan mér var búinn að laga flest allt sem var að.


Það sem að ég veit að er að honum núna er það að tankurinn lekur ef það er sett á hann bensín fyrir meira en 2000kr en það fylgir annar tankur með.


Einnig þá er afturljósið hægra megin, það kemur ekki bremsuljós og bakkljós þeim megin.


Annars er hann svona þokkalegur bara, lakkið er ekki vel farið og það er búið að pússa upp smá part af húddinu og grunna, einnig er bílstjórahurðin bara grunnuð. En vélin er ágæt bara, dettur í gang og gengur alveg vel. Handbremsa heldur mjög vel, og gírkassinn er svona ágætlega smooth miðað við trukkakassa.



Hann er á 35" dekkjum allan hringinn en þau eru misgóð, dekkin eru á 15" álfelgum, þessum klassísku bara, þær lýta svona þokkalega út.




BÍLLINN ER STAÐSETTUR Í VESTMANNAEYJUM OG SELST HANN NÚMERSLAUS OG ÓSKOÐAÐUR. KAUPANDI ÞARF AÐ SJÁ UM AÐ SÆKJA HANN HINGAÐ.


Hann rýkur í gang og keyrir vel.

Hann er 4x4 með millikassa, og það virkar allt saman.



Vegna þess að það þarf að gera svona smotterý fyrir hann þá set ég á hann 100.000 en ég skoða ÖLL tilboð, bara hringja í mig og bjóða.



EF EINHVER MYNDI KOMA HINGAÐ TIL VESTMANNAEYJA MEÐ 12 bláa SEÐLA, þá fær hann bílinn.


Ég hef ekkert við hann að gera, tók hann bara uppí annan bíl sem ég átti.
 




Soundclip, RUDDALEGT HLJÓÐ!

http://www.youtube.com/watch?v=avF4_JUoY-I


Svo nokkrar myndir.

















Axel Jóhann, s. 695-7205 eða MSN axeljo@simnet.is
Ford F-150 Lariat 5.4 V8 2006 Í notkun
Ford Bronco II 2.9 V6 1986 Í notkun
E34 BMW 525i 2.5 I6 1990 Í notkun
Chevrolet Camaro V6 3.4 SFI 1994 Vetrardvali
Chevrolet Blazer K5 5.7 V8 1988