Var svarta maria og bandido sami bíllinn ?
Fyrir þá sem ekki vita þá var Bandido gamall löggubíll úr Grindavík, þaðan kemur nafnið Svarta Maria.
Ég var oft driver á þessum bíl og það svolítið spes að keyra hann því skiptirinn var öfugur, þ.a.e.s
parkið var niður og fyrsti uppi.

.. tók smá tíma að venjast.
Það eru engar ýkjur sem Ingvar talar um, kellurnar voru eins og mýflugur utan í þessum bíll,

(auðvitað voru það við sem trekktum þær að) þetta var bara spurning hvort mann langaði í ljóshærða eða ..
og maður skilur ekki hvað löggan lét okkur afskiptalausa með bílinn á nösunum, angandi eins og brugghús og leit út
eins og súlustaður að innan.
Lífið var BARA gaman á þessum árum.
