Author Topic: Nýr bíll frá Fisker  (Read 2260 times)

Offline emm1966

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 554
    • View Profile
    • Videó safnið
Nýr bíll frá Fisker
« on: December 04, 2008, 15:08:50 »
Bíla og traktoraverksmiðjan Valmet í Finnlandi mun framleiða nýjan ofurbíl –tengiltvinnbílinn Fisker Karma fyrir Bandaríkjamarkað fyrst en síðan Evrópumarkað einnig. Samningar um þetta voru undirritaðir og frágengnir sl. fimmtudag. Byggðir verða 15 þúsund bílar á ári og framleiðslan hefst  á síðasta ársfjórðungi næsta árs. Valmet hefur undanfarin ár byggt sportbílana Boxter og Cayman fyrir Porsche en samningar um þá framleiðslu renna út í árslok 2011 og framleiðslan flyst til Steyr í Austurríki.

Fisker er nýtt bílamerki og ber sama nafn og stofnandinn og hönnuðurinn, Daninn Henrik Fisker. Henrik Fisker er einn mest metni bílahönnuður samtímans. Meðal bíla sem hann hefur hannað eru Aston Martin og BMW Z8.

Fisker Karma er rafbíll með líþíumrafhlöðum og öflugum rafmótor sem skilar aflinu til afturhjólanna. Rafhlöðurnar eru hlaðnar með því að stinga bílnum í samband við heimilisrafmagnið og tekur nokkrar klukkustundir að fullhlaða tóma geymana. Bíllinn kemst um 80 km á rafhleðslunni einni en þegar lækkar tekur á þeim fer ljósamótor í gang. Miðað við fullhlaðna geyma og fullan eldsneytistank fyrir rafstöðina í bílnum á hann að geta komist allt að 1000 kílómetra.

Offline Helgi Sig

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 8
    • View Profile
Re: Nýr bíll frá Fisker
« Reply #1 on: December 04, 2008, 19:12:05 »
Það besta við þetta er að þessi tveggja lítra túrbó vél framleiðir 260 höhö og 260 pund/fet einnig en hún er einungis notuð til að hlaða rafhlöðurnar. Þegar þessar rafhlöður eru svo í full-go eiga þær, samkvæmt Fisker, að framleiða 480 höhö og bíddu aðeins - 959 pund/fet af togi. Jebb! Það eru 1300 Nm!
Þrátt fyrir þetta fáránlega afl er helvítis draslið 5,9 sek í hundraðið  :???: Hann er að vísu 2,1 tonn en samt.
Allavega, þetta er að mér finnst virkilega flottur bíll og ef þú ert ríkur og vilt bíl sem notar lítið bensín, þá er þetta ábyggilega ágætis kostur.
Helgi Sigurðsson

Offline #1989

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
Re: Nýr bíll frá Fisker
« Reply #2 on: December 04, 2008, 19:57:36 »
Og svo brosir hann svo fallega finns ykkur ekki kv.Siggi
Sigurður Sigurðsson

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Re: Nýr bíll frá Fisker
« Reply #3 on: December 05, 2008, 01:10:37 »
Þetta fallega bros á eftir að létta landanum lundina og bjarga okkur þar til að olían er farin að streima upp......eftir 3-5 ár segja þeir sem vita mest  um Drekasvæðið og hafa gert þetta marg oft........framtíðin er björt og brosið brúar bilið þar til olían kemur