Kvartmílan > GM
1971 Camaro í uppgerð.
GHS:
Smá update
Staðan á bílnum er óbreytt frá 2006.
En árið 2006 var verið að skipta um boddí-parta. Búið er að skipta um allt gólfið, plötuna ofan á mælaborðinu, sjóða í og gera við bæði innri afturbrettin, endursmíða demparafestingarnar upp í innribrettunum, einnig búið að endursmíða báða afturbitana. Höskuldur bílasmiður var búinn að smíða eitthvað í afturendan á honum (man ekki einu sinni hvað það var lengur). Það sem er eftir í suðuvinnunni er að púsla honum saman að aftan þ.e. gólfið í skottið, ytri hluti af innri brettum, bæði afturbrettin og síðan partarnir í kringum ljósin ásamt einhverju meiru.
Framhaldið??? Ég flyt bílinn í annað húsnæði núna í desember/janúar og þá ætla ég að reyna að koma smá hreyfingu á hlutina.
Guðmundur
Moli:
Glæsilegt, vona að þér gangi allt í hagin með þetta! =D>
Belair:
hver er staðan á þessum :?:
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version