Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Næsta Sumar
Ingó:
Það væri ágæt að hafa sér línk fyrir sandspyrnubraut :mrgreen: sem ég stið af sjálfsögðu.
Ingó. :???:
Shafiroff:
sælir félagar.þetta kemur allt þarna fram það er spurning hvort fólk lesi það sem er skrifað.ég tek þetta sérstaklega fram en svona er þetta sumir sjá betur en aðrir.kv AUÐUNN HERLUFSEN.
Racer:
halda 1/4 mílunni.. ekki er sniðugt að keyra 1/8 í klúbb sem heitir Kvartmílu klúbburinn. [-X
svo langar mér ekkert að keppa í 1/8 og það á við flesta hérna tel ég.. bannað að minnka þetta einnig í kreppunni þar sem nóg er að minnka matarstærðina og úrvalið af matnum og óþarfi að taka annað áhugamál af manni sem er aksturíþróttir. [-o<
sand strax í dag svo KALLI komi kagganum í laaaaaag STRAX í dag...í dag...ég vona bara´ann komonum í lag í dag!!!!! :mrgreen:
3000gtvr4:
Er ég ekki að skilja þetta rétt að þá á bara að keyra OF 1/8 ekki alla hinn flokkana??????
Ef allir flokkar verða keyrðir 1/8 þá verður lítið um götubíla sem koma að keppa það er 100%
Alvega kem ég ekki til með að keppa í 1/8 á Civic turbo
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Mig langaði aðeins að leiðrétta það sem hefur komið fram hér að framan.
Þar er talað um að "allir" séu að fara að keppa í 1000feta/300metra spyrnu.
Þetta er ekki rétt. :!:
Málið er að NHRA eru þeir einu sem hafa tekið þá ákvörðun að keyra tvo aflmestu flokkana hjá sér það er "Top Fuel dragster" og Top Fuel Funny car" á 1000 fetum.
Þetta er aðeins til bráðabyrgða fyrir tímabilið 2009 á meðan keppnishaldara í USA skoða öryggi brauta og tækja með SFI og brautareigendum.
IHRA hafa ekki fengið sponsor ennþá fyrir sína "pro" flokka, og þar eru nokkra hugmyndir uppi um keppnisfyrirkomulag á tímabilinu.
1. Að fara með alla flokka í 1000fet.
2. Að keyra "Top Fuel dragsters og funnycar" á 1000fetum og aðra á fjórðungi.
3. Að skipta keppnunum niður og keyra fjórðun, áttung og 1000 fet í sömu keppni.
4. Að hafa þetta óbreytt og keyra alla flokka á kvartmílu.
Allir "Pro" flokkar hjá IHRA hafa verið keyrðir á fjórðungi, og ekkert hefur verið fastsett fyrir tímabilið 2009.
FIA hefur ekki gefið út neinar breytingar á keyrslu sinna móta í Evrópu.
ATH :!: þeir flokkar ("top fuel") sem verið er að tala um að fara með í 1000fet/300metra eru með endahraða í yfir 500km á klst. :!: :!:
Þessar upplýsingar hef ég fengið í dag með því að skoða heimasíður og hringja nokkur símtöl.
Burtséð frá því hvort menn vilja keppa á fjórðungi, áttungi eða á einhverri annari vegalengd hér heima, þá verður að byrja á rót vandans og það er brautin sjálf ásamt hennar umhverfi.
Brautin sem slík er gott mannvirki sem er orðin gömul og þarf á endurnýjun að halda.
Þetta er spurning um öryggi keppenda og áhorfenda já og starfsfólks við keppni.
Hér er hlekkur á braut í Alberta í Canada skemmtileg braut sem er ekki nema um 170metrum lengri en okkar en tekur samt "top fuel".
http://www.castrolraceway.com/
Hvað varðar sandspyrnubraut, þá finnst mér að þeir sem að hafa áhuga á slíku ættu að hafa samband við Svavar Svavarsson fyrrum formann KK.
Hann stóð fyrir athugun á þessu verkefni á sínum formannsárum, og niðursstaðan þá var sú að þetta væri íllframkvæmanlegt og mjög kostnaðarsamt.
Annars væri best að tala við Svavar sjálfann um þetta. :!:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version