Kvartmílan > Alls konar röfl

Smekkur manna

(1/8) > >>

Víkingur:
Ákvað að pústa aðeins, og ætla að gera það hér, þar sem þetta er ekki Live2Cruize vænn póstur.

Ég lenti í athyglisverðum umræðum í dag, þar sem umræðuefnið var bílar. Merkilegt, en satt.
Ég tel mig hafa eitthvað vit á bílum, og endurspeglar kannski bíllinn minn að ég vil alvöru bíla, ekki einhverjar dollur.

Smekkur manna, eða réttara sagt stráka, á bílum, er greinilega að breytast. Mikið vildi ég nú að ég hefði ekki fæðst svona seint. Hefði viljað fæðast þegar bílar á borð benz, bmw og flesta muscle bíla, þóttu vera flottir.

Samræðu mínar við kunningja mína fóru þannig, að ég var að skoða bíla á netinu (kemur á óvart) Ég er að skoða þennan undurfagra Benz sem hann Teddi á og flestir kannast nú við.

Nú ættu Benz menn að líta undan.
Þeir sögðu hann vera ljótann ! sögðu hann vera kassa á hjólum, ef þetta væru nú hjól !
Vil vekja athygli á því, að annar þeirra ekur um á Hondu og hinn á ekki bíl.

Orð flugu...

Í bræði minni heyrði ég orð á borð við  "Toyota...Tákn um gæði !"  "Gamlir Benzar og Bmw-ar eru bara druslur" og auk þess heyrði ég "hver vill eiga svona ruslahaug, maður þyrfti að elta ruslabílinn til að fá varahluti" Og var þá verið að tala um þennan fallega 560 sec
Sem er reyndar til sölu núna.

Mikið var ég orðinn pirraður, og þá kom sprengjan.
"Og svo eru þessi Camaro-ar ! Þeir eru svo fáránlega ljótir að þetta ætti ekki að vera framleitt"


Ég ætlaði bara að fá að vita hvað mönnum finnst, er þetta eðlilegt, á maður eitthvað að vera að hlusta á menn með eins lítið bílavit og þetta.

Ég segi fyrir mig að mig langaði helst til að starta Benzanum og rústa Hondu greyinu, skipta svo bara um grill á Benzanum.


Ég vil endilega fá að heyra ykkar skoðun, og enn frekar ef þið eruð ekki sammála


Kv,
Víkingur, sem vill fá gamla tíma aftur !



baldur:
troll'd

Moli:
Smekkur manna er misjafn, það sem mörgum finnst flott finnst öðrum ljótt, vertu ekkert að pæla í hvað aðrir segja, ég hef amk. alltaf lifað eftir því og gengið bara nokkuð vel.

Mannsi:

--- Quote from: baldur on November 27, 2008, 18:41:43 ---troll'd

--- End quote ---

mjög hnittið og gott orð ég held að ég gæti ekki orðað þetta betur

JHP:
Mér finnst þessi 2 dyra álíka fallegur og spennandi eins og niðurgangur.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version