Author Topic: Taka trissuhjól af stýrisdælu  (Read 3428 times)

Offline KiddiJeep

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Taka trissuhjól af stýrisdælu
« on: November 04, 2008, 18:28:56 »
Hvar er hægt að nálgast púllara til að taka trissuhjól af Saginaw stýrisdælu?? :mrgreen:
Kristinn Magnússon.

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Re: Taka trissuhjól af stýrisdælu
« Reply #1 on: November 04, 2008, 18:50:31 »
Hvar er hægt að nálgast púllara til að taka trissuhjól af Saginaw stýrisdælu?? :mrgreen:

Ég hef alltaf losað rónna með loftlykli og lamið svo á öxulinn með plasthamri (ath. ekki gummíhamri)... oft hefur bara dugað að halda í trissuna á meðan á þessu stendur (passar bara að dælan detti svo ekki beint á gólfið eða á tærnar á þér  :lol: ............ ofbeldi leysir allan vanda  :wink:
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Re: Taka trissuhjól af stýrisdælu
« Reply #2 on: November 05, 2008, 21:17:15 »
mig minnir að á sumum saginav sé trissan pressuð á öxulinn, þá er þetta einhvað snúnara
Einar Kristjánsson

Offline Chevy_Rat

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 669
    • View Profile
Re: Taka trissuhjól af stýrisdælu
« Reply #3 on: November 10, 2008, 08:09:51 »
mig minnir að á sumum saginav sé trissan pressuð á öxulinn, þá er þetta einhvað snúnara

Já hárétt þér trissurnar eru búnar að vera pressaðar upp á öxulinn á þessum dælum frá '73,En fyrir þann tíma voru þær bolt on með kílspori í!.

Og það þarf rétta dragkló->(rétta verkfærið!) til að ná pressuðu trissunum af,ATH það þýðir ekkert að nota þriggja arma venjulega dragkló við þetta!!!.


Offline KiddiJeep

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Re: Taka trissuhjól af stýrisdælu
« Reply #4 on: November 14, 2008, 00:04:14 »
Veit einhver hvar þessi aftráttarkló fæst, ég prófaði N1 í dag en engin hjálp í því #-o
Kristinn Magnússon.

Offline Chevy_Rat

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 669
    • View Profile
Re: Taka trissuhjól af stýrisdælu
« Reply #5 on: November 14, 2008, 04:54:04 »
Ég veit það bara hreinlega ekki hvort að svona afdráttarkló sé til hjá einhverjum aðila hér heima sem þú gætir kanski fengið þetta lánað hjá :?:.

En þetta fæst auðvitað úti í USA (kostar þá víst eitthvað að kaupa svona kló úti núna í dag!).

Hægt er að fá þó nokkrar gerðir af þessu verkfæri,Sumar gerðir eru bara til þers að taka trissuna af,Og aðrar gerðir bæði til að taka trissuna af og setja á aftur.

Skrifaðu bara inn á Google=saginaw power steering pulley removal tool (farðu svo í myndaleit).

Þetta er besta verkfærið í þetta að mínu mati sjá mynd.
« Last Edit: November 14, 2008, 04:55:43 by '71Chevy Nova »

Offline KiddiJeep

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Re: Taka trissuhjól af stýrisdælu
« Reply #6 on: November 14, 2008, 23:12:45 »
Annars þykir mér það nú fjandanum magnaðra hvað þið GM strumpalingarnir eruð duglegir að moka aurnum yfir FORD vitandi það að það var jú hönnunardeild GM sem ber fulla ábyrgð á þessu fjárans S10 klúðri, já ég segi það og skrifa þessar S10 druslur eru ekki nema eitt heljarinnar KLÚÐUR. Ykkur er alveg guðvelkomið að koma og míga olíu á dyraþrepið mitt, verðið bara að eiga það við hana móður mína, en þar sem hún er nú gift stoltum FORD eiganda býst ég ekki við mikilli samúð eða hjartagæsku á þeim bænum gagnvart ykkar líkum. En það er ekki nóg með það að það er lífsins ómögulegt að ná þessari fjandans vélardruslu úr án þess að nota til þess gasbrennara eða hálfa bíldrusluna utanaf, heldur þurftu þessir froðuhausar sömuleiðis að gera þessa helvítis stýrisdælu þannig úr garði að ekki er séns í heitasta helvíti að losa hana af mótordruslunni án þess að taka trissuna af??? Ég hef enn ekki orðið þess var að nokkrum öðrum bílaframleiðanda hafi tekist að klúðra málum svo illsvakalega og þar með talinn er ykkar heittelskaði FORD. Svona fyrst ég er nú einu sinni byrjaður, þá væri ekki úr vegi að velta því upp hvers vegna í fjandanum þessir GM apakettir hanna þetta hrúgald þannig að það sé ekki hægt með nokkru móti að taka úr þessu skiptinguna án þess að lyfta boddýinu, ef einhver kann einfaldari leið þá er honum frjálst að deila henni með mér. Því ekki er ástæðan sú að þetta drasl bili ekki það vitum við jú allir!!! Síðan til að setja punktinn yfir helvítis i-ið þarf spes verkfæri til að taka fokkings stýrisdæluna af sem er í þokkabót hvergi til???
« Last Edit: November 14, 2008, 23:15:37 by KiddiJeep »
Kristinn Magnússon.

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Re: Taka trissuhjól af stýrisdælu
« Reply #7 on: November 15, 2008, 19:07:35 »
Já sææææll...
Allveg slakur nafni. Á ég að koma og losa þetta af með þér og hirða svo grillið sem við vorum búnir að tala um :?:

Ég hugsa að stykkið á myndinni fyrir neðan ætti að leysa þínar miklu þjáningar :mrgreen: bwahaha
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline KiddiJeep

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Re: Taka trissuhjól af stýrisdælu
« Reply #8 on: November 16, 2008, 16:16:52 »
Hehe já þú mátt eiga grillið ef þú getur hjálpað mér að ná þessum óskapnað af.... :D
Kristinn Magnússon.