Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

1972 Camaro

<< < (4/4)

429Cobra:
Sælir félagar.  :)

Þetta passar með bílinn að vestan.

Hann var í eigu Gilberts Guðjónssonar (Gilbert Úrsmiður) og síðan eignaðist Birgir bróðir hans bílinn ("Biggi Bjalla").

Birgir breytti bílnum og "tubbaði" hann, en kláraði það dæmi aldrei heldur seldi bílinn vélarlausann.
Vélin fór í Pinto-inn sem Leifur á í dag.
Það keypti síðan einhver bílinn og smíðaði allann botninn upp og gerði bílinn "original".

Bíllinn stóð lengi á Álfhólsveginum (að mig mynnir) og þá var hann dökk grænn með svörtum röndum.
Þaðan held ég að bíllinn hafi verið seldur vestur.

Það voru skrifaðar nokkrar greina á sínum tíma um þennan bíl, bæði í gamla "Bílanlaðið" og "Samúel".
Síðan kom að mig mynnir mynd af honum í "Dagblaðinu" þar sem að hann er í reykspóli niður á Sundahöfn og Birgir stendur á höndum á húddinu. :excited:
Það var JAK sem að tók þá mynd. :!: :shock:

Kv.
Hálfdán. :roll:

íbbiM:
bíllinn fyrir vestan var eiturhress meðan ég var krakki, og lengi vel í næstu götu við mig, þegar ég er svo á grunnskólaaldri eignast vinur minn bilin og ég sé hann reglulega hjá honum, hann var þá grænn með l88 skóp, sílsapúst og flr, hann var svo seldur til bolungarvíkur og er þar enn, sundurrifinn, en inni, og búið að kaupa minnir mig complete innrétingu og e-h

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version