Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Meira um Novur
kcomet:
Flottar myndir Ingi, alltaf gaman að sjá hvað menn eru að dunda sér í skúrunum. Þetta verður flottur bíll hjá þér....
Það er svo mikill áhugi fyrir Novum hér. Er ekki kominn tími á Novu klúbb?
Ertu búinn að negla einhvern tíma á bílinn, hvenar hann kemur á götuna?
kv. k.sig.
@Hemi:
þetta er svaka kvikindi :twisted: en sýnist mætti shæna vélina soldið sem er þarna á myndini...
Ingi Hrólfs:
Sælir og takk fyrir.
Það er engin tímasetning komin á verkefnið og frekar trúlegt að það lengist frekar en hitt miðað við auramálin í þjóðfélaginu. :-({|=
Hitt er annað mál að ég á til slatta af dóti í bílinn svo mér þarf ekkert að leiðast en það vantar einnig margt.
Mótornum skellti ég í þegar ég flutti bílinn hingað austur og hróflaði framendanum á svo hægt væri að flytja bílinn í heilu lagi hingað. Mótorinn fer bráðlega úr en það er reyndar allt nýtt inni í honum og útlitið verður lagað þegar tími er til kominn á það.
Ég er ekkert hissa þó að áhuginn fyrir Nova sé alltaf að aukast, skemmtilegir bílar og ég hef átt nokkara í gegnum tíðina og er þessi sá sjötti ef mér telst rétt til. Að stofna Novu klúbb gæti bara orðið gaman, ég held ég viti um aðila í Eyjafirðinum sem myndi setja sitt nafn nokkrum sinnum á þann lista áður en nokkur annar kæmist að.
Er það ekki Brynjar? :-k :-"
Mbk
Ingi Hrólfs
Brynjar Nova:
sæll Ingi...flottar myndir 8-) það er allt að gerast í nova =D>
að stofna novu klúbb það væri magnað :smt041
og já ég mudi vera fljótur að krassa nafnið mitt á það blað :worship:
kv Brynjar
Anton Ólafsson:
Hvaða Nova ætli þetta sé?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version