Author Topic: Brandari svona bara í tilefni ástandsins.  (Read 1860 times)

Offline Benedikt Heiðdal Þorbjörn

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 494
    • View Profile
Brandari svona bara í tilefni ástandsins.
« on: November 12, 2008, 22:35:33 »
Svona bara í tilefni ástandsins.


Maður í loftbelg sá að hann var að missa hæð. Hann tók eftir konu á jörðinni, lækkaði flugið aðeins meira og kallaði til hennar: "Afsakið, geturðu hjálpað mér? Ég lofaði að hitta vin minn fyrir klukkutíma, en veit ekki hvar ég er."
Konan svaraði: "Þú ert í loftbelg sem svífur í 10 metra hæð, milli 40. og 41. Norðlægrar breiddargráðu og milli 59. og 60. Vestlægrar lengdargráðu."
"Þú hlýtur að vinna við tölvur", sagði loftbelgsmaðurinn.
"Það geri ég", svaraði konan. "Hvernig vissirðu það?"
"Nú", svaraði maðurinn, "allt sem þú sagðir mér er tæknilega rétt, en ég hef ekki hugmynd um hvaða gagn er af þeim upplýsingum, og reyndar er ég enn villtur. Satt að segja þá hefur ekki verið mikil hjálp frá þér. Ef eitthvað er þá hefurðu helst tafið ferð mína."
"Konan svaraði: Þú hlýtur að vinna við stjórnun."
"Já", sagði maðurinn. "En hvernig vissir þú það?"
"Nú", sagði konan, "þú vissir hvorki hvar þú ert né hvert þú ert að fara. Eintómt loft hefur komið þér þangað upp sem þú ert. Þú gafst loforð sem þú hefur ekki hugmynd um hvernig á að efna og þú ætlast til þess að fólk fyrir neðan þig leysi þín vandamál. Reyndar ertu í sömu stöðu og þegar við hittumst, en nú er það einhvern veginn mín sökþ

Með kveðju.
Benedikt Heiðdal.

 

 

Benedikt Heiðdal.
868-7177.
777-4296.
Net. professor@simnet.is
Net. proben.heidal@gmail.com

Offline kawi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 194
    • View Profile
Re: Brandari svona bara í tilefni ástandsins.
« Reply #1 on: November 12, 2008, 23:04:03 »
góður :mrgreen:
þorbjörn jónsson

Offline Camaro-Girl

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 445
    • View Profile
Re: Brandari svona bara í tilefni ástandsins.
« Reply #2 on: November 13, 2008, 22:23:13 »
ahahha
Tanja íris Vestmann