Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

1970 Formula sem er að skríða saman

<< < (2/10) > >>

Moli:
Önnur gömul...





--- Quote from: Guðmundur Björnsson on November 13, 2008, 23:54:36 ---Er þetta 4 gíra bíllinn sem Túri skrifar um í Nóatúns-spyrnuni frægu??

--- End quote ---

jahh.. nú er spurning hvort hann hafi upphaflega verið beinskiptur, en hann var gylltur um tíma.

Búinn að fá nokkra litina í gegn um tíðina.

Brynjar Nova:
Þessi verður nett svalur 8-)
glæsilegt =D>

Keli:
Sælir þessi bíll er orginal beinskiptur og gylltur að lit.

Moli:

--- Quote from: Keli on November 14, 2008, 00:13:57 ---Sælir þessi bíll er orginal beinskiptur og gylltur að lit.

--- End quote ---

nú.... snilld! þá er þetta líklega þessi ´70 Formula sem Túri átti í kappi við um árið...  8-)


--- Quote from: ---...Á árunum 1973-4 mun hafa fréttst norður yfir heiðar af fjandanum fljótari 1970 gullsans Formulu 400 Firebird 370 hö uppgefin, 4 gíra beinsk, læstum & búkkuðum, er grillaði allt sem kom nálægt henni. "Túri" mun hafa gert sérstaka ferð suður til að kynna Formúluna fyrir Shelby-inum. Þórskaffi mun hafa verið vettvangurinn, og "stillt upp" suður Nóatúns-brekkuna. Þegar Óli "Bón" Hafsteins hafði spólað út 1.-2. & 3. gír á hægri akrein, þá hægði hann á sér handan Háteigskirkju, enda Shelby-inn 5-6 bíllengdum fyrir aftan. Shelby-inn náði þá að tracka, og óð framúr, hitti á græn ljós á Miklubrautinni, og Óli Bón sá undir undirvagn GT-500 bifreiðarinnar úr bílstjórasæti sínu, þegar hún tók langstökkið yfir Miklubrautina, þaðan var Shelby-inn fluttur á vagni í lögreglufylgd af staðnum, beint norður aftur. Fátt var það, sem ekki skemmdist, vélin laus á hliðinni, olíupanna/púst og allt mölbrotið.
Löngu-hlíðar-lang-stökk "Túra" spurðist, og vildu fleiri reyna. "Sleepy-Joe", Jóhann Ingólfsson, seinna "tálbeitan" átti gullfallegan bláan 1971 Challanger R/T Magnum 383, sagði fjölmiðlum & lögreglunni að hann hefði verið að athuga hve langt Challengerinn gæti stokkið, þegar hann veitti viðtal með myndum, sem tekið var við bílinn á staðnum. Challangerinn líktist nú meir banana en bifreið, enda fór 383 Magnum-inn beint í afskráningu. Gatnamóta-stökkpallur mikill myndaðist þarna í mýrinni, hefur þó verið lagaður síðan..."
--- End quote ---

keb:
bíllinn stóð lengi vel úti, nánast inni í runna fyrir utan hús á leiðinni á Álftanes - þá var hann svartur og þar fann Sverrir tattoo bílinn

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version