Author Topic: Sjálfskiptivökvi/fastar vökvaundirlyftur.  (Read 2237 times)

Offline motors

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 944
  • * Plymouth Valiant V8 1975*
    • View Profile
Sjálfskiptivökvi/fastar vökvaundirlyftur.
« on: November 28, 2008, 13:48:16 »
  :???:Er í lagi að setja slurk af sjálfskiptivökva á mótor með fasta eða fastar undirlyftur?Skemmi ég mótorinn?þetta rýrir væntanlega smurgildi olíunnar?Þarf ég ekki að skipta um olíu eða er í lagi að hafa þetta á í einhvern tíma?Einhver önnur ráð? :-k
.
                   Birgir Ellertsson
                     
Plymouth Valiant Brougham 2drht, V8  árg 1975.

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Re: Sjálfskiptivökvi/fastar vökvaundirlyftur.
« Reply #1 on: November 28, 2008, 21:13:38 »
Sjálfskiptivökvi hefur bríðarlega smureiginleika, er með svipaða uppbyggingu og Millitec. Veit um menn sem hafa hreinlega tekið alla olíuna af og keyrt bílinn á sjálfskiptivökvanum einum saman í smá tíma til að losa sót og hreinsa vélina. Þarft ekki að vera hræddur við þennan vökva, hann hefur mjög góða smur og hreinsieiginleika. Ég set stundum slurk af sjálfskiptivökva með nýrri olíu á eldri vélarnar og læt að vera þar fram að næstu olíuskiptum. Subaru mælti með 1/4 líter af sjálfskiptivökva á vélarnar eftir 70þkm notkun og hafa þær vélar svo ekki sé meira sagt mjög vel.
Kv. Anton