Author Topic: Gamlar sögur og frásagnir....  (Read 5792 times)

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Gamlar sögur og frásagnir....
« on: November 11, 2008, 16:36:06 »
Datt í hug að skella inn þessari klassísku sögu um Lönguhlíðarstökk "Túra" á ´67 Shelby-inum forðum daga.  8-)

Eftirfarandi saga er tekinn af vef fornbílaklúbbsins fyrir þó nokkrum árum.

Quote from:
"...Á árunum 1973-4 mun hafa fréttst norður yfir heiðar af fjandanum fljótari 1970 gullsans Formulu 400 Firebird 370 hö uppgefin, 4 gíra beinsk, læstum & búkkuðum, er grillaði allt sem kom nálægt henni. "Túri" mun hafa gert sérstaka ferð suður til að kynna Formúluna fyrir Shelby-inum. Þórskaffi mun hafa verið vettvangurinn, og "stillt upp" suður Nóatúns-brekkuna. Þegar Óli "Bón" Hafsteins hafði spólað út 1.-2. & 3. gír á hægri akrein, þá hægði hann á sér handan Háteigskirkju, enda Shelby-inn 5-6 bíllengdum fyrir aftan. Shelby-inn náði þá að tracka, og óð framúr, hitti á græn ljós á Miklubrautinni, og Óli Bón sá undir undirvagn GT-500 bifreiðarinnar úr bílstjórasæti sínu, þegar hún tók langstökkið yfir Miklubrautina, þaðan var Shelby-inn fluttur á vagni í lögreglufylgd af staðnum, beint norður aftur. Fátt var það, sem ekki skemmdist, vélin laus á hliðinni, olíupanna/púst og allt mölbrotið.
Löngu-hlíðar-lang-stökk "Túra" spurðist, og vildu fleiri reyna. "Sleepy-Joe", Jóhann Ingólfsson, seinna "tálbeitan" átti gullfallegan bláan 1971 Challanger R/T Magnum 383, sagði fjölmiðlum & lögreglunni að hann hefði verið að athuga hve langt Challengerinn gæti stokkið, þegar hann veitti viðtal með myndum, sem tekið var við bílinn á staðnum. Challangerinn líktist nú meir banana en bifreið, enda fór 383 Magnum-inn beint í afskráningu. Gatnamóta-stökkpallur mikill myndaðist þarna í mýrinni, hefur þó verið lagaður síðan..."

´67 Shelby bíll Arthúrs og hann sjálfur



Sagan um Stangastökkið á ´67 Chevelle.

Quote from: 429Cobra
Sælir félagar.

Þetta atvik gerðist eina nóttina á brautinni fyrir um 25 árum síðan (1982-3).
Þá var þessi Chevelle á samt nokkrum öðrum ásamt fjölda áhorfenda þarna að leika sér á brautinni.
Þegar ökumaður Chevelle bílsins hafði lokið sinni ferð og keyrði þá til baka eftir brautinni nokkuð greitt.
Þá sennilega hefur honum fundist hann nálgast hópinn sem að var í startinu full hratt þar sem að hann bremsar nokkuð harkalega.
Þar sem bíllinn hafði verið mikið hækkaður upp að aftan þá var aðeins lítill (stuttur) hluti af dragliðnum eftir inni í skiptingunni, og þegar hann bremsar harkalega þá nær hásingin að færast örlítið afturábak.
Það var nóg til þess að dragliðurinn dróst út úr skiptingunni, rakst niður í brautina og bíllinn tók stökk á skaptinu.
Og þá meina ég stökk, þar sem að skaptið var lóðrétt og bíllinn ofan á.
Þetta var svona eins og oft er kallað hjá áhættuleikurum "T-bone".

En endirinn varð sá að bíllinn endaði fyrir utan braut (vinstrameginn) með hásinguna langsum undir sér vegna þess að hún rifnaði úr flestum festingum.
Bíllinn valt ekki, en það fór um marga sem að þarna voru.

Umræddur Stangastökkvari.



Það væri gaman ef einhver gæti komið með fleiri svona sögur, skiptir engu þó þær hafi kryddast aðeins í gegn um árin, alltaf gaman að heyra svona frásagnir. =D>


Jói Sæm. kom með eina í gær þar sem hann minntist á 'Cudu og Pontiac.

Quote from: johann sæmundsson
Til hamingju Rúdolf ,glæsilegur Bird.
'68 HO Bördinn var sá besti sem ég ók
í denn af þessum græjum sem þá voru
í boði. En hann var óslitinn og eins og nýr,
einsog M1 69  bíllinn sem við vorum  á.

En Ponsjóinn var betri, eitt kvöld áttum við í
keppni við Cudu sem byrjaði innanbæjar enn
tókst ekki að klára fyrr enn við vorum komnir Mosó

sömu nóttina og 390 GT töngin fór útaf við Rauðavatn.

Þetta var þá, enn verður aldrei aftur?

ps.Ef við tökum fyrir brjálaðasta HPið af þessum bílum,
af mörgum reyndum þá er það 428 SCJ DRAG PACK '69


kv. jói


Læt fylgja grein úr Mogganum í lok Maí 1973 þar sem þessi ´69 Mustang GT 390 bílinn fór út af við Rauðavatn og valt illa.



« Last Edit: November 11, 2008, 16:38:22 by Moli »
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Gamlar sögur og frásagnir....
« Reply #1 on: November 11, 2008, 16:49:25 »
Meira af þessu =D>
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Gamlar sögur og frásagnir....
« Reply #2 on: November 11, 2008, 17:01:02 »
Sælir félagar. :)

Já hann leit einmitt svona út þegar hann tók stökkið fræga, og var einmitt á þessum felgum og dekkjum. :idea:


Kv.
Hálfdán.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Gamlar sögur og frásagnir....
« Reply #3 on: November 11, 2008, 19:01:04 »
Önnur nokkuð góð frásögn af margfrægum 1969 Ford Mustang 428 Cobra-Jet bíl, og 1968 Pontaic Firebird High Output sem var í eigu Gunnars Härzler og seinna í eigu Sævars Péturss. Spurning hvort það sé búið að krydda hana þessa eitthvað... en góð er hún.

Quote from: Jón
Þá er það 1969 Mustang 428 Cobra Jet með Shaker sem var dökkgrænn upphaflega. Hann var í minni eigu (Jóns) árin 1971-2. Varð seinna orange á Akureyri, og er núna í uppgerð hjá Bjargmundi í Glófaxa hf.

"Sævar í Karnabæ" Baldursson flutti bílinn inn, og seldi Gunnari Härzler í Garðinum hann á 500.000kr. árið 1970, sem síðan skipti við mig á Cobrunni með bráðinn stimpil og 1968 Firebird HO 350 4 gíra Hurst beinskiptum + 50.000 kr, sem átti standard mílu-metið 13.6 til 1988. Sett 1981 af núverandi eiganda bílsins, Sævari Péturss. bílasprautara Kef. Þegar Gunnar Härzler seldi ´68 HO Firebirdinn árið 1971 á 400.000 kr, þá dugði andvirðið fyrir fokheldu einbýlishúsi í Kef.

Við Gunnar Härzler stilltum upp vel læstum þessum 1968 HO 350 Firebird og 1969 428 Cobra-Jet, Firebirdinn fór framúr Cobrunni í startinu, þó aldrei nema 1/2 bíllengd, frambretti Cobrunnar nam við hurð Firebirds, síðan þegar hann nálgaðist 60 mílurnar, þá fór Cobran framúr, með þó nokkrum mun.

Firebirdinn tapaði ekki nema 2 spyrnum í minni eigu árið 1971. Eins og Gunnar Härzler sagði: "Ég hefði aldrei getað selt þér Cobruna, ef ég hefði ekki tekið þig", 428 Cobran tapaði ekki spyrnu í minni eigu, og var bestur eftir að 60 mílunum var náð, og átti það til að strika 4m+ á báðum þegar 3-þrepa C6 torque-converter skiptingin tók 2. gír á 60 mílum. Cobra-Jetinn var ekki fljótasti bíllinn hér 0-100 km, átti það til að missa sig í spól, sem gerðist ekki hjá mér, var 30% semi-splittaður og snéri gjarna hægra afturhjóli á of mikilli gjöf, en þegar 60 mílunum var náð, þá yfirgaf Cobran vettvanginn. Enginn bíll á Íslandi mun hafa náð annari eins athygli og þessi Cobra Sævars í Karnabæ gerði á sínum tíma, dökk, dökk grænn sans ( næstum svartur) með matt-svörtum röndum/húddi/shaker, bein 2" rör aftur úr, enginn hljóðkútur, aðeins smá afturvíkkun á báðum rörum, enda hljóðið engu líkt og útlit, sem gaf í skyn að bifreiðin næði 700 km hraða.

Sævar gerði lítið annað en reykspóla á '69 428 HO Cobrunni fyrir utan Glaumbæ, það er ekki fyrr en Gunnar eignast hana að hún var tekin til kostanna. '68 HO Firebirdinn er sá bíll, sem komst næst Cobrunni í spyrnu hjá Gunnari, og spyrnti hann henni mikið. 428 vélin ú r Mustangnum mun vera til á Selfossi.


´69 Mustangin


´68 Firebirdinn
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline JHR

  • In the pit
  • **
  • Posts: 79
    • View Profile
Re: Gamlar sögur og frásagnir....
« Reply #4 on: November 11, 2008, 20:36:11 »
munið það bara að góð saga á aldrei að líða fyrir sannleikann :wink:
passat 1997 (seldur)
chrysler sebring 2001 (til sölu)
jeep cherokee 1988 (seldur)
toyota corolla 1987-88 (Dáin)
Renault mégane 1996
Renault mégane 1997
peugeot 205 1,9 gti 1988 (í vinnslu)

Jakob Hjörtur Ragnarsson

Offline m-code

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 183
    • View Profile
Re: Gamlar sögur og frásagnir....
« Reply #5 on: November 11, 2008, 22:57:53 »
Hvernig er það, er þessi Cobra Jet ekki í uppgerð.
Hvað varð um þennan firebird.?
Beggi
1971 Mustang mach1 m-code
1964 Fairlane 500 2door hardtop

Offline TRANS-AM 78

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 274
    • View Profile
Re: Gamlar sögur og frásagnir....
« Reply #6 on: November 11, 2008, 23:21:30 »
"1970 gullsans Formulu 400 Firebird 370 hö uppgefin, 4 gíra beinsk, læstum & búkkuðum, er grillaði allt sem kom nálægt henni. "

hvað bíll er þetta??? og hvað varð um hann???
Magnús Sigurðsson

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Gamlar sögur og frásagnir....
« Reply #7 on: November 12, 2008, 00:21:55 »
Hvernig er það, er þessi Cobra Jet ekki í uppgerð.
Hvað varð um þennan firebird.?

Bíllinn er í eigu Bjargmundar ennþá, góðir hlutir gerast aaaafar hægt! :lol:

Firebirdinn endaði svona.

Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Stjánarinn

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 100
    • View Profile
Re: Gamlar sögur og frásagnir....
« Reply #8 on: November 21, 2008, 20:23:31 »
Hvernig er það, er þessi Cobra Jet ekki í uppgerð.
Hvað varð um þennan firebird.?

Bíllinn er í eigu Bjargmundar ennþá, góðir hlutir gerast aaaafar hægt! :lol:

Firebirdinn endaði svona.



hver er eigendaferillinn af þessum firebird :shock:
það er svakalegt að sjá hann
Kristján Már Guðnason 8458820