Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
camaro 1982
Stefán Hjalti:
Glæsilegt hjá þér Þórhallur, það er gaman að sjá hvað þú hefur verið að gera fyrir bílinn. Þar er allt annað að sjá ofan í vélarsalinn eftir að þú settir í hann nýja miðstöðvarkassann og er það ekki munur að vera með rúðupissið virkt.
Varðandi blöndunginn þá vilja þessir Holley blöndungar oft verða leiðinlegir þegar þeir eldast ég var aldrei alveg sáttur við blöndunginn og fannst hann misjafn, einn daginn fínn en þann næsta ekki. Ég ráðlegg þér að athuga með Edelbrock blöndung 600 cfm sem hefur partnúmer 1406. Það er til hellingur af þeim blöndungum hér á landi, þetta eru skemmtilegir blöndungar og eru að koma vel út í bílum sem á að nota að einhverju ráði. Þá hafa þeir verið að koma vel út í eyðslu og eru góðir fyrir hestöflin. Það er vafalaust hægt að finna svona blöndung til að prófa eða að athuga hvað Bílabúð Benna er að selja þá á í dag. Varðandi Holley blöndunginn þá eru tvær loftskrúfur á fremri hluta blöndungsins til að stilla blönduna í hægagangi en ef hann er of sterkur í keyrslu þá þarf að minnka í honum jettana.
Ef ég á að gefa þér ráð varðandi pústkerfið þá skaltu halda þig við einfalt 3" púst, það er að flestu leiti betra en tvöfalt 2.5" púst og ætti að vera vel við vöxt fyrir mótorinn. Aðalmálið er að vera með góðar flækjur og góðan hljóðkút, fyrir þá sem vilja "ruddalegt hljóð" og litla mótstöðu þá má fara í Flowmaster hljóðkút fyrir 1982 Camaro, en vilji maður dempa hljóðið en halda lítilli loftmótstöðu þá myndi ég horfa eftir góðum Dynomax hljóðkút eða einhverju svipuðu. Það getur verið svolítið leiðigjarnt að vera með of miklar drunur, sérstaklega ef maður þarf að keyra langar vegalegdir en fyrir þá sem vilja hámarks kraft og öflug hljóð þá fer það vel saman. En ég myndi passa mig á því að ef kerfið verði einfalt að fá hljóðkút sem ætlaður er í þennan bíl með 3" stút inn og með tvo grennri stúta út.
Varðandi kveikjuna þá myndi ég halda mig við Hei kveikjuna, það eru góðar og traustar kveikjur.
Varstu búinn að skipta um hásinguna og gormana.
Gangi þér vel.
trommarinn:
Heyrðu jú það er betra að horfa ofaní vélarsalinn :D
Hann var farinn að ganga soldið truntulega þannig ég setti glæný kerti í hann og stillti einmitt þessar skrúfur á blöndungnum og hann er bara allt annar, gegnur fínt í hægagangi og er bara góður.
Ætlum að kíkja við í Bílabúð Benna og sjá hvað þeir eiga handa okkur, þá pústkút eða kerfi og þá blöndung.
Er ekki að leita af mestu hljóðunum sem verða svo óþolandi við keyrslu svona dags daglega, heldur bara nettu kerfi þar sem kúturinn ræður við öll hestöflin 8-)
langar rosalega í cat-back dæmi þar sem eitt 3" rör í og tvö 2,5" út :???: flownmaster er ég að leita að.
Kallinn sem átti hann í sumar skifti um kvekju sagði að hún hefði verið einhvað léleg eða einhvað, og setti þá einhvað sem hann átti :???: ágætis kveikja, í rauninni ekkert að henni.
Ég fer og skifti út mismunadrifinu fljótlega, bara í þessum mánuði, setja hann aftur á grifjuna og vinna í þessu.
En hvað var með gormana :???: á aðra gorma sem ég fékk að framan.
Hann fer svo í skoðun í sumar, veit ekki alveg en það verður vonandi í sumar 8-)
kv. þórhallur
E-cdi:
geðveikur camaro 8)
Belair:
trommarinn:
Takk fyrir það :D
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version