B flokkur allt leifinlegt ?
lengdur gaffal ? nitró ? slikkar ?
hvernig var það með sveifarásana má ekki breyta þeim i b flokk ! þetta er bara til styrkingar ekkert lengdur eða þannig !?!
Allar upplýsingar eru á heimasíðu klúbbsins mæli með að fólk lesi sér til um þetta.
En svona smá úrdráttur úr reglunum og svo er bara um að gera að lesa reglurnar hér:
http://www.kvartmila.is/wiki/index.php/Reglur:M%C3%B3torhj%C3%B3l1.1 Flokka skifting:
1.1.1 Grunnflokkarnir eru þrír, standard, modified og opinn.
1.1.2 Í standardflokki eru mjög takmarkaðar breytingar leyfðar,eingöngu er heimilt að nota powercommander, slipon og þá jetun í blöndungshjólum.
Heimilt er að breyta gírun og taka útstæða hluti af hjólum, þ.e. spegla, stefnuljós, númerabracket o.þ.h.
Allar aðrar breytingar eru óheimilar. Bannað er að nota lengingar, strappa, rafskifta og annan hjálparbúnað sem ekki telst til hefðbundinnar notkunnar í götuakstri.
Nota skal eingöngu dælubensín án íblöndunarefna
1.1.3. Í modified eru allar breytingar leyfðar nema notkun auka aflgjafa og ofrisvarnargeindur. Dekkjanotkun er frjáls svo lengi sem dekk eru DOT merkt og ætluð til notkunar undir mótorhjól. Annað eldsneyti en bensín bannað. Gera skal grein fyrir rúmtaksbreytingum og færast til um flokka sem því nemur.
1.1.4 Í opnum flokki eru allar breytingar leyfðar. Hjól skulu standast eðlilegar kröfur um bremsur og annan öryggibúnað samkvæmt reglum klúbbsins.
Heimasmíðuð hjól skulu skoðuð sérstaklega og síðan prufukeyrð minnst 2 ferðir áður en tímatökur hefjast. Ofrisvarnargrindur skulu vera sterkar, stöðugar, tryggilega festar og án málmhjóla. Neyðarádrepari sem tengdur er við ökumann með línu er skylda. Hámarksþyngd 400 kg tilbúið í keppni án eldsneytis og ökumanns.
Notkun allra hjólbarða er heimil svo lengi sem þeir eru framleiddir til notkunar í kvartmílu.