Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Fox boddy mustangarnir

<< < (12/15) > >>

íbbiM:
ég verð nú aðeins að mótmæla að GM sé að herma eftir form með 3rd gen vs fox boddý,  fox boddý bíllinn er allt öðruvísi í laginu, mun hærri styttri og mjórri, þeir eru báðir með sitthvor settin af framljósum, en sama gildi um flest alla ameríska bíla á þessum tíma,

mér finnst algerlega óháð týpu rembing, hönnunardeild GM hafa staðið sig mun betur síðustu 30 árin heldur en ford, mér finnst camaroinn hafa verið talsvert fallegri óslitið frá 73, og þar áður fannst mér hann það líka, en mustang menn hafa hinsvegar mun meira til síns máls fyrir 73,(þótt ég kjósi líka camaroana frá því tímabili fram yfir mustangana) ef maður ber saman t.d 4th gen og þá mustanga sem voru á markaðinum meðan 4th gen var það, þá er hann algjör raketta í stock formi meðað við mustang gt, bremsar og liggur betur og vinnur síðan miklu betur,  þýðir ekki alltaf að bera koma með einhverjar cobru tilvísanir, cobran var alveg málið 03 og 04, en þá fékst enginn camaro, og ég tæki hiklaust þá 03/04 z06 fram yfir cobruna,

nýji mustanginn er hinsvegar stórglæsilegur, hef ekkert út á hann að setja, en once again horfi ég meira í átt að nýja camaronum(þótt mustang fái facelift)

ég ska svo líka hispurslaust viðurkenna þótt mér finnist camaroinn skemmtilegri en mustanginn og fallegri og allt það, þá hefur mustangin alveg vinningin þegar það kemur að endingu sumra hluta, skiptingar og hásingar í 4th gen voru alveg útúr kortinu... 6gíra kassinn var snilld samt, en þá er drifbrot á milli olíuskipta nánast,

Old School:
Hérna er ´81 cobra sem ég tæki umfram alla þessa camaro sem eru út um allt

Stefán Már Jóhannsson:


Og hér er Mazda sem ég tæki frekar en þessa cobru.  :lol:

Okok ég skal láta ykkur í friði með þessa Forda núna.  :D

edsel:
hvernig mazda er þetta?

TONI:
Ford/Mazda er þetta ekki það sama :D, eflaust er þetta allt gott en með sína kosti og galla eins og flestar konur sem við þekkjum :-" en þá er bara að gera gott úr þessu öllu saman og setja 9" ford undir allar tíkurnar og þá fer þetta að verða klárt í átökin, sama hvaða tegund það er. En vel að merkja þá er verð á hlutum í SBF og SBC ekki frábrugðið sér í lagi ef talað er um 289 og 302, eitthvað dýrara í 351W. SBC er ekki eini kosturinn eins og margir GM menn halda, mín drauma vél frá GM er 455 buick, svona ef maður gerir svo sem eina GM játningu. Mustang er sportbíll fátæka mansins eins og grunn hugmyndin var hjá Ford, ekta bíll fyrir þá sem vilja taka tíma á mílunni án þess að eyða öllum mjólkurpeningnum í sportið, getur búið þér til 10-12 sek bíl á 500.000-1.000.000......og þú þarft ekki að sofa í sófanum (sem er mjög gott). Ef Volvo er með krippuna er þá ekki Ford með Kreppuna......eða er það ekki bara við hæfi núna?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version