Eins og alþjóð veit hefur Skreppur spáð mjög nákvæmlega fyrir örlögum kvartmílunnar ár eftir ár. Spána byggir hann á að lesa í olíupolla sem myndast undir uxakerrunni hans (sem er reyndar vélarlaus). Hér er spáin fyrir 2008:
Mynd af Jesú Kristi birtist á vatnskassahosu Camarobifreiðar þar sem hún stendur með opið húdd niðri á Stígsplani. Hosan er samstundir rifin úr og sett á Ebay. Líflegt uppboð. Fyrir ágóðan kaupir eigandinn Lenco kassa, sítt pils og blússu í stíl og lakkrísreimar fyrir afganginn.
Áhorfendur á kvartmílukeppni telja sig hafa tapað öllum raunveruleikatengslum þegar Aggi, Hrafnkell, Ari, Jón Geir, Eddi K., Auðunn, Jón Trausti, Jói Sæm, Valur og Fribbi skrá sig til sömu keppninnar OG MÆTA.
Tímatökukofi kvartmíluklúbbsins fýkur af undirstöðunum og út á Reykjanesbraut. Þar sem félagarnir stumra yfir honum í vegkantinum kemur þar að Svissneskur mannvinur, fulglaskoðunarmaður og milljarðamæringur sem er stop-over farþegi á Íslandi. Honum lýst svo vel á kofann til fuglaskoðunar að hann kaupir hann á staðnum og flytur hann út. Stjórnin kaupir tjaldvagn fyrir aurana og riggar hann upp á staurana.
Ákveðinn Oldsmobile verður ekki til sölu í janúar og febrúar. Til sölu í mars en ekki til sölu í maí og júní. Verður svo til sölu í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Verður ekki til sölu í september, október og nóvember. Verður svo auglýstur í desember.......en selst ekki.
Jóhannes í Bónus fær áhuga á kvartmílu og borgar fyrir lagningu kvartmílubrautar fyrir norðan með rassvasaklinki gegn því að brautin heiti Bónusbrautin og vinstri akreinin Jóastígur, sú hægri Jónströð og bremsukaflinn Jónínusvað.
Fornleifar finnast undir Kvartmílubrautinni miðri. Menntamálaráðherra bannar notkun þess hluta brautarinnar sem grafinn verður upp. Kvartmíluliðið bjargar málum með því að keppa í 1/16 mílu.
Stóra Slikkatrúboðið verður fyrir áfalli þegar gamall fjögurra dyra Fury ölvagn á Maxima 60 forn-dekkjum og slant-sixara slær Íslandsmetið í SE flokki með sex manns innanborðs. Þjóðminjasafnið kaupir flekann og varðveitir sem dæmi um Icelandic ingenuity.
Einar Möller kvænist dóttur John Force. "Þetta er bara sparimerkjagifting" segir Möllerinn. Tengdapabba ekki skemmt og hótar að fá U.S. Home Office í lið mér sér að gera rectal, með gömlu felgujárni, á Möllernum þegar hann fer næst westur í hreppa aðsækja góss í Oldsinn.
Nýja SBC CNC inntakið fær viðurnefnið Krómhausinn og sömuleiðis sá sem keypti það á 9000 bökks.
Áhorfandi á kvartmílukeppni læsist inni á kamrinum á keppni. Dvelur þar í fjórar vikur vegna þess að einni keppni verður frestað vegna rigningar. Var 120 kíló þegar hann fór inn en 73 þegar hann losnaði út. Konan hans hæstánægð. Í framhaldinu fer KK út í að reka megrunarspa á kamrinum fyrir karla. Það reynist svo vinsælt að fyrir ágóðan var hægt að breikka og lengja brautina í allar áttir.
Þekktur Íslenskur kvartmílumaður verður forríkur þegar hann býr til umhverfisvænt trakkbæt sem samanstendur af hráka úr gömlum Framsóknarkonum, LÍA fundargerðum og brotnum loforðum stjórnmálamanna um betri aðstöðu fyrir kvartmíluíþróttina.
KK setur upp internet hot spot á brautinni. Blettinn einokar glaðbeittur keðjureykjandi bakaradrengur á Chevymerktum Blazerjakka.