Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Chrysler LeBaron 1979
Stefán Már Jóhannsson:
Já það var víst eitthvað misminni hjá fyrrverandi eiganda. Það var 360 í húddinu. Hann var með T-topp og var víst eini svoleiðis LeBaron á landinu.
--- Quote from: Dodge on October 08, 2008, 22:49:43 ---440 þykir afar ólýklegt í 79 lebaron.
Annars átti Gulli Hrafnkels einn svona fák með 360 "police special :lol: "
Ekki man ég hvað varð um hann.
Svo rambaði ég á einn svona rétt hjá skagaströnd, á junk jardi þar.
--- End quote ---
Manstu hvort þessir voru/eru með T-topp?
Dodge:
Þetta er svona kaldhæðni með Police special dæmið... en þannig var sagan í den :)
Báðir svona bílarnir sem ég hef séð voru nokkuð örugglega með t-topp..
HK RACING2:
Það stendur einn brúnn 2 dyra á hjallabraut í Hafnarfirði,held að hann sé með T-topp
Sigtryggur:
Man eftir brúnum með T-topp sem sonur Valgarðs partasala átti hér í denn.Sá þann bíl fyrir allmörgum árum þá orðinn nokkuð ryðgaður.Fyrir nokkrum árum kom hvítur svona bíll frá Blönduósi.Sá er rauður að innan,á póleruðum álfelgum og breiðum dekkjum,mjög heill og góður.Mig minnir að hann sé með T-topp.
Guðmundur Björnsson:
Sæll Sigtryggur,
Er þessi frá Blönduósi, sá sem var í eigu Húnfjörðs-ættarinar?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version