Kvartmílan > Alls konar röfl

insogsfjöður

(1/2) > >>

edsel:
ég hef oft heirt um að það sé verið að losa uppá insogsfjöður á gömlum blöndungsvélum en hvaða tilgangi þjónar það?

ilsig:
Ha,það hlýtur að vera auðskilið.
Kv.Gisli Sveinsson

edsel:
ég meina, verður meiri kraftur, minni eyðsla eða eitthvað svoleiðis?

AlliBird:
Skemmtileg svör sem ungir fróðleiksfúsir menn fá hér.  :???:
Sjálfur hef ég ekki guðmund um af hverju menn eru að losa uppá innsogsfjöður, nema kannski ef hún stendur á sér og innsogið virkar ekki.
Oft endaði með því að maður setti bara handvirkt innsog í staðinn því þessi fjöður var ekki að virka allt of vel.

Dodge:
Orginal blöndungum og fylgibúnaði hendi ég gjarnan við fyrsta tækifæri og er því ekki sá fróðasti um þetta mál, en á nýjum holley tor sem ég á þá þurfti ég að vinda ofanaf henni til að losna einhverntíma við sogið og fá almennilegann gang og vinnslu.
Sennilega er ekki vitlaust að gera þetta á gömlum bílum, algengt að maður sjá á svona vélum í höndum vanfróðra einstaklinga að sogið virðist aldrey fara af og bílarnir hökta um göturnar að kafna úr eigin sóti og skít.
Þessir sömu einstaklingar bera einnig ábyrgð á þvi að almenningur hefur fengið þá flugu í höfuðið að Amerískir bílar séu latir í gang í frosti... :roll:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version