Veit að ég hef nefnt þetta einu sinni áður og ég veit að margir eru sammála mér.
ÞAð að æfingar séu lokaðar fyrir aðra meðlimi klúbbsins (sem eru búnnir að borga meðlimagjöld eins og þeir sem keppa) þegar keppni er laugardaginn eftir eru stærstu mistök sem þessi klúbbur hefur gert.
Gott og blessað að þurfa líka að borga 1000kr. fyrir æfinguna sem við fáum svo að mæta á en þetta er bara ekki að virka fyrir okkur sem ekki viljum keppa í þessarri gerin.
t.d. æfing haldin fyrir keppendur, keppni aflíst svo vegna veðurs, aftur reint að hafa kepni næsta laugardag og þá er aftur bara æfing fyrir keppendur, svo ef það er loksins æfing fyrir hina meðlimi klúbbsins þá gæti verið t.d. rigning eða ekkert staff.
Veit að margir segja að ég sé bara vælukjói og allt það en mér persónulega fynst þetta ekki rétt gagnvart okkur hinum sem erum búin að borga meðlimagjöld og fáum aldrei að keira útaf því að við viljum ekki keppa..
Ég persónulega mun ekki borga meðlimagjaldið að ári ef þetta fyrirkomulag heldur áfram.
Ps. Fyrir utan þetta fynst mér þessi klúbbur vera að gera mjög góða hluti.
Mbk. Davíð Sævar Sævarsson
sælir
þetta fyrirkomulag var sett upp af vissum ástæðum
1. það er ekki auðvelt fyrir þá sem sjá um æfingar og keppnishald að halda utanum æfingu og keppni á tvemur dögum, þess vegna var þetta fær yfi á fimmtudag
2. æfingar fyrir þá sem eru að keppa eru til þess að það þufi ekki að taka æfingarferðir á keppnisdag sem tekur allveg góðan klukkutíma
3. lokaðar æfingar fyrir keppenedur voru líka til þess að reyna að fá fleiri keppendur
4. það er of mikið að halda 2 æfingar og keppni í sömu vikuni
annars finnst mér meiga breyta þessu, að keppendur hafi forgang á æfingu en aðrir félagsmenn mættu líka keyra. það skapar bæði auka tekjur fyrir klúbbinn og skemmtun fyrir félagsmenn
kveðja Jóakim Páll