Hér stóð ég hvergi að baki eins og Stebbi lætur í ljós. Stebbi minn ...þér er alveg óhætt að fara aftur inní skápinn með þínar tilfinningar og langanir í Chrysler Hemi , sem þér dauðlangar í.
Nú er einmitt lag fyrir þig að selja 505cid verkamannamótorinn til Norðan Póstsins ógurlega og fá þér 932cid Sonny's Hemi. Taktu hann bara á orðinu svo hann verði ekki Sófa-racer eins og við hinir.
Það er svolítið gaman að sjá hvað Chevy Sonny's-menn eru að koma út úr skápnum. Þarna sést að flottustu, stærstu,dýrustu og kraftmestu Sonny's mótorar eru eins , eða sláandi líkir gamla góða Chrysler Hemi.
Stebbi minn , þú þarft ekkert að skýla þér bakvið mig. Auðunn er gæðablóð og myndi alveg samþykkja þetta.
Ef við veltum sögunni aðeins upp, þá byrjuðu menn að reisa á flat-head svo Wedge og svo sýnist mér að allir ætla að enda í Hemi.
Stebbi vertu svo helst ekki að æsa vin okkar Shafiroff upp. Bjóðum honum frekar í kaffi og kökur , og förum yfir þetta með honum í róglegheitum , við erum jú að dýla við mesta hard-core Chevy-kall Íslandssögunnar. Við hljótum að ná einhverju samkomulagi við hann.
P.s
Hentu svo Maxima 60 dekkjunum undan Dragganum fyrir næstu keppni, annars hætti ég í Crew-inu.
kv. Jón Race Hemi