Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

STIG UPPFÆRÐ!

<< < (9/11) > >>

Danni Málari:

--- Quote from: Björgvin Ólafsson on September 24, 2008, 23:42:17 ---Ef hann færir sig "niður" um flokk eins og í þessu tilviki þá fær hann enginn stig í þeim flokki sem hann skráði sig upphaflega í!!

Það sama á við MS í sumar og ég bíð enn eftir réttri stöðu og meti þar 8-)

kv
Björgvin

--- End quote ---

Ég held að tilfellið sé hérna að hann færði sig ekki niður um flokk heldur var færður niður um flokk, ekki að eigin beiðni.

Unnar Már Magnússon:
það vantar stig fyrir íslandsmet í hjólaflokki 1000 standard held ég ! og svo er ég Jón K Jacobsen skráður með 100 stig í einni keppni og  Reinir með 116  en ég hef unnið allar keppninar svo það stemmir ekki hjá ykkur !
 kveðja Lobo 

Valli Djöfull:
Ég veit ekki hvernig ég á að græja þessi stig hjá fólki sem hefur verið fært milli flokka.  Bíð eftir að einhver taki ákvörðun um það.


--- Quote from: Unnar Már Magnússon on September 25, 2008, 10:51:30 ---það vantar stig fyrir íslandsmet í hjólaflokki 1000 standard held ég ! og svo er ég Jón K Jacobsen skráður með 100 stig í einni keppni og  Reinir með 116  en ég hef unnið allar keppninar svo það stemmir ekki hjá ykkur !
 kveðja Lobo 

--- End quote ---
Ég skal kíkja á keyrslublöðin..  Kemst líklega í það seint í kvöld

Kristján F:

--- Quote from: Danni Málari on September 25, 2008, 10:00:03 ---
--- Quote from: Björgvin Ólafsson on September 24, 2008, 23:42:17 ---Ef hann færir sig "niður" um flokk eins og í þessu tilviki þá fær hann enginn stig í þeim flokki sem hann skráði sig upphaflega í!!

Það sama á við MS í sumar og ég bíð enn eftir réttri stöðu og meti þar 8-)

kv
Björgvin

--- End quote ---

Ég held að tilfellið sé hérna að hann færði sig ekki niður um flokk heldur var færður niður um flokk, ekki að eigin beiðni.

--- End quote ---
Ég  var skráður í MS flokk í ágúst keppninni en keyrði í GF flokki þar sem báðir flokkarnir töldu bara einn bíl samkvæmt þeim reglum sem vitnað var í þá áttu mætingarstig að skráðst á þann flokk sem bíllinn er upphaflega skráður í og tímatökur gilda í þann flokk sem bíllinn er skráður í.Og ef svo skemmtilega vill til að tíminn sem næst í tímatökum er undir gildandi meti í þeim flokki þá er það gilt Íslandsmet.Úrslitin gilda svo í þeim flokki sem keyrt er í.

Racer:
Frétti fyrir nokkru að Reglan erlendis er sú að menn fá bara stig í þeim flokki sem maðurinn er skráður í og keyrir í.. s.s. ef flokkur er keyrður þá fær aðilinn stig

þó ég hefði verið einn í 12.90 og keyrt þá hefði ég hvort sem ekki fengið neinn stig í 12.90 enda ekki sá flokkur keyrður , hefði fengið stig ef einhver hefði mætt og keyrt á móti mér þó þaðhefði ekki verið nema eina ferð í tímatöku.

vísu er engin lágmarks fjöldi sem þarf í flokki til að hann sé keyrður erlendis.. hann er bara einfaldlega keyrður.

Annars er uppí félagsheimili í sjoppunni uppá tölfu tvær tímatökur hjá mér í 12.90 ;) s.s. SB/22 og þar með var sá flokkur keyrður þó tímatökur voru svo færðar í 13.90 :) , hinsvegar uppá sömu töflu er ég hvergi nefndur á blaði í 13.90 um að ég hafi keyrt. Hvort ég fékk annað númer það veit ég hinsvegar ekki.

þarf nú að smíða íslenska reglugrein um lágmarks mættingu til að flokkur sé keyrður , mér finnst sanngjarnt að hafa bara lágmarks þáttöku uppá einn til að flokkur sé keyrður , ósanngjarnt að fá ekki að keyra í sínum flokki og þar með neyðast í annan flokk eða fara heim... héld að langflestir koma til að keyra en ekki sitja heima þar sem hinir mættu ekki

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version