Svör eins og þetta hefst alltaf kl 13:00 eða af hverju fólk á að vita þetta er svolítið hart svarað strákar.
Þetta er akkúrat málið það vita þetta ekki ALLIR og miðað við áhugan á sportinu þá eru þetta upplýsingar sem VERÐA að lyggja fyrir.
ég hafði fylgst með lauslega hér á spjallinu í 2 ár áður en ég gerði mér grein fyrir því hvar brautin okkar er þannig að upplýsingar hér inni eru oft vægast sagt bágbornar.
Veit ekki hve oft ég hef bent á að það þarf að nota forsíðuna með upplýsingum fyrir keppendur og líka til að auglýsa keppnir.
Við fáum ekki keppendur ef það lyggja ekki fyrir nægar upplýsingar og þá þýðir ekki að segja það hefur alltaf verið og allir eiga að vita!!!
Það sama gildir um áhörfendur þeir koma ekki nema vita hvenær og hvert þeir eiga að fara.
Segjum sem dæmi að það sé nú einn eða tveir að spá í að verra með núna í fyrsta sinn... Hvar geta þeir nálgast upplýsingar það eina sem stendur er fyrrir skráningar gilda á forsíðunni okkar eiga þessir menn bara að vita það að þeir geti skráð sig á netfangið X eða er með þessu verið að segja að það megi aðrir en þeir sem þegar eru skráðir ekki skrá sig .... menn fæðast ekki með þessar upplýsingar!!!
Ég er ekki að skammast í ykkur kimi og gilson ekki taka því þannig þyð eruð búnir að standa ykkur sem hetjur í sumar og vinna þörf og góð verk
En það vantar alveg að greinargóðar upplýsingar lyggi fyrir.