Ég lenti í því með ákveðinn aðila sem kallar sig hér "some1"
(
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=profile;u=3087)
að hann ætlaði að kaupa af mér Broncoll bíl, sem VAR með bilaða vatnsdælu... Við samþykktum kaupverð og ég bauðst til þess að skipta um vatnsdæluna fyrir hann... EF hann væri staðráðinn í að kaupa bílinn. Allir voru samþykkir og ég réðst í þetta vatnsdælumál (var að koma af 14 tíma vakt, btw) og lenti í smá veseni með þetta vantaði réttu verkfærin og eitthvað svona en ég kláraði dæmið á endanum.. Bíllinn VAR ekki á númerum heldur sem hann vissi af.
En já ég hringi og læt vita að bíllinn sé tilbúinn, þá segir hann að eða biður mig um að ná í númerin líka...
Ég sá ekki alveg tilgang með því þar sem ég væri að fara að selja honum bílinn og búið var að greiða geymslugjald fyrir númerin.
Eina sem hann þyrfti að gera væri að sýna afsalið fyrir því að hann hefði verið að kaupa bílinn, uppá umferðarstofu til að fá númerin. Reyndar líka sýna afsalið á sinni tryggingarstofu til að fá tryggingarnar í gang fyrir bílinn.
Ég sagði að ég væri nú ekki alveg að fara að nenna að vesenast í því líka þar sem ég er að vinna 14 tíma á dag og væri að fara á næturvakt og vildi bara fara að leggja mig OG að við værum búnir að samþykkja annað.
Þá segir hann bara að þetta gangi ekki upp..
Ég hugsaði bara hvað er hann að meina ég er búinn að lenda í heilmiklu brasi með þessa hel***is vatnsdælu og ætlar hann að hætta við...
Djö****inn.... Jæja ég sagði þá bara við hann: ef ég á að fara að brasast í því líka þá geturu alla vega borgað inná bílinn, svo ég sé nú viss um að þú ætlir að taka hann....
NEINEI þá hættir hann bara við allt saman. Ég vil líka taka framm að ég lét hann vita að bíllinn yrði tilbúinn fyrir hádegi.. Fékk sms tilbaka sem í stóð.. :Geggjað, þú lætur mig bara vita þegar þetta er tilbúið og við göngum frá þessu.
Ég eyddi gærkvöldinu í að rífa gömlu dæluna úr og svo morgninum í að redda mér réttum verkfærum í þetta, vantaði einn ákveðinn lykil og pakkningu.. Í þetta eyddi ég tíma og peningum BARA af því að hann var búinn að segjast ÆTLA að kaupa bílinn...
Þannig ef þið ætlið að stunda viðskipti við þennan ákveðna aðila þá skuluð þið fara hægt í það, þetta er greinilega ekki maður orða sinna...
Og það skiptir engu hvað sagt er við þessu því það afsakar ekkert svona hegðun....
Þetta er ekki eina skiptið sem ég hef lent í þessu...
Því ég lenti líka í þessu með Trooper sem ég var að selja, kallinn ætlaði að taka bílinn. Hringdi í mig og bað mig um að koma með hann. (hann var búinn að koma til mín og prófa bílinn). Ég sagði bara ekkert mál að redda því, bjó í enda mosfellsbæjar, keyri bílinn uppí Breiðholt átti að hitta manninn á select, ég hringdi sagðist vera kominn með bílinn. Hann sagðist bara vera rétt ókominn, svo kemur kallinn við spjöllum saman og ég fór og bað starfsmann selects að yfirfara bílinn með vatn og annað. Hann gerir það og svo sný ég mér við og er að henda olíubrúsa. Sný mér svo til baka þá er kallinn bara horfinn.. Ég hringdi í hann og þá segist hann vera hættur við. WTF
Eins með Trans Aminn sem ég þurfti að selja, þá hringir gaur og segist vilja fá bílinn kom og skoðaði hann og prófaði.. Líkaði vel... Segir við mig að hann fái útborgað eftir 3 daga hvort ég sé til í að halda bílnum fyrir hann, ég sagði að það væri ekkert mál... Svo hringir hann eftir 3 daga og spyr hvort bíllinn sé nokkuð seldur, ég neitaði því. Þá spyr hann hvort ég hafi tök á að koma bílnum til sín, því hann væri í einhverjum vandræðum að redda sér bíl með krók og eitthvað.. Ég sagði að það væri ekkert mál, fékk lánaða kerru hjá félaga mínum og er að fara gera allt klárt ætla að hringja í gaurinn og spyrja hvar þetta sé þá svarar ekki... ég beið í einhverja 2-3tíma þá fæ ég sms... Ég er hættur við...
Svo var það Mercury Cougar RX7 sem ég var líka með það kom einn að skoða hann og vildi endilega fá hann... Ég sagði að það væri ekkert mál hvernig hann vildi ganga frá þessu... Hann ætlaði rétt að stökkva heim og leggja bara inná mig.. Svo leið smá tími... Ég hringdi í hann, nei þá var hann hættur við...
Hvað er að!!!! Annað hvort ætlar fólk að kaupa bílinn eða ekki.. Af hverju að vera að sóa tímanum hjá öðrum + að maður vísar kanski öðru fólki frá... Ég meina ég svo sem pirra mig ekkert yfir að fólk komi að skoða og svo ekkert meir, en menn eiga ekki að segjast ætla gera eitthvað sem ekki er rétt...