Author Topic: Sjálfskiptingarvesen með 3gen Trans Am  (Read 1684 times)

Offline snipalip

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 194
    • View Profile
Sjálfskiptingarvesen með 3gen Trans Am
« on: September 11, 2008, 19:58:47 »
Góða kvöldið, ég er með ´84 Trans Am sem ég nýlega búin að setja á götuna, fyrir ca. 5-6 vikum síðan. Ég er ekki alveg viss en ég veit ekki betur en þetta sé original skiptingin, man ekki hvað hún heitir. Fyrst var hún frekar treg til að skipta sér á miklum snúningi en var í lagi í venjulegum akstri. Svo fyrir nokkru síðan fór ég að heyra hljóð, þegar ég var inn í bílnum, sem virtist koma frá skiptingunni sem var eins og það væri eitthvað stykki laust inní skiptingunni. Svo steig ég hann á beinum vegi uppí 3ja og sló svo af en þegar ég ætlaði að halda áfram virtist hann ekki komast uppúr 2 gír, og eins og hann færi í hlutlausan þegar hann var kominn í 2 og yfir 2000 snúninga. En 1. og 2. stakir virka fínt. Afsakið ritgerðina en þekkir þetta einhver og veit einhver orsökina?
Guðmundur Þ. Ellerts.
___________________________________
´84 trans am

Offline haddi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Re: Sjálfskiptingarvesen með 3gen Trans Am
« Reply #1 on: September 11, 2008, 23:07:09 »
Eftir þessari lýsingu að dæma er sennilega óþétt eða brunnin 3-4 gírs kúpling í skiptingunni. Orsökin gæti verið vitlaust stilltur vinnuþrýstingur á barka við bensíngjöf. Þetta þýðir yfirhalning á skiptingunni.
Hafliði Guðjónsson  8669913
Hafliði Guðjónsson Sjálfskiptingaviðgerðir-Bílaviðgerðir
   8669913