Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

bronco 1966....uppgerð

<< < (23/25) > >>

trommarinn:
jæja alls ekki mikið búið að gerast í þessum fyir utan: Búið að skera úr öllum boddýfestingum á grindinni og sjóða nýtt flatjárn og búið til göt. Velt grindinni við og sá tvö göt sitthvoru megin, skorið úr því og soðið nýtt.

Þarf smá hjálp með breytingar.....vill setja gorma og dempara að aftan í staðin fyrir fjaðrir því þessi á að vera á 38", hvernig er best að snúa sér í þeim málum.....ég þarf að búa til gormafestingar í grindina, demparafestingar og stífufestingar. Hvað þarf stífan að vera löng? get ég ekki notað stífur sem voru að framan undan bronconum sem ég reif? Er líka að pæla í að hafa tvo dempara við hvert hjól! Get ég ekki búið til svipað system og að framan fyrir gormana og demparana?

kem með myndir af þessu við tækifæri svo að þið áttið ykkur betur á þessu.

kv.þórhallur

trommarinn:
Smá stopp í grindinni, verið að pæla í þessu með breytingar en þá var bara byrjað á öðru!

Tók mig til og klæddi hurðaspjöldin....fékk fullt af leðri gefins í öllum litum. Ég klippti til leður og saumað saman, setti svamp á milli og þetta endaði svona!

næsta mál er að klæða mælaborðið og afganginn af innréttingunni afturí....

trommarinn:
rétt til að halda þessu gangandi! lítið búið að gerast í þessum, búinn að rífa hásingarnar í tætlur og skoða allt, drif, legur, pakkdósir og þéttingar. er búinn að panta bæði innri og ytri legurnar í frammhásinguna einnig í nafinu, ásamt pakkdósum og þéttingum. Pantaði líka allt nýtt í bremsur á báðar hásingar, 4stk hjólskálar og vinstri spindil í frammhásinguna. pantaði upphækkunarsett, dempara og samsláttarpúða....skipti svo um krossana í öxlunum að framan. búinn að sandblása framm og afturhásingu og allt sem tengist þeim, þverstífu, stífurnar að framan og aftan og alla gorma. nú er bara að klára að smíða á grindina 4-link og mála, raða svo öllu undir hana og smella mótornum á.

kem vonandi með myndir flótlega.

Ingvi:
Djöfull ertu duglegur, hefur þér ekki dottið í hug að diska væða frambremsurnar.

trommarinn:
hugsaði mikið úití það, en það varð einhvernegin ekkert úr því...  :???:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version