rétt til að halda þessu gangandi! lítið búið að gerast í þessum, búinn að rífa hásingarnar í tætlur og skoða allt, drif, legur, pakkdósir og þéttingar. er búinn að panta bæði innri og ytri legurnar í frammhásinguna einnig í nafinu, ásamt pakkdósum og þéttingum. Pantaði líka allt nýtt í bremsur á báðar hásingar, 4stk hjólskálar og vinstri spindil í frammhásinguna. pantaði upphækkunarsett, dempara og samsláttarpúða....skipti svo um krossana í öxlunum að framan. búinn að sandblása framm og afturhásingu og allt sem tengist þeim, þverstífu, stífurnar að framan og aftan og alla gorma. nú er bara að klára að smíða á grindina 4-link og mála, raða svo öllu undir hana og smella mótornum á.
kem vonandi með myndir flótlega.